Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 12
12 söguritara, að mönnum hefir þótt Skapti höfðinginn, sjálfur lögsögu- maðurinn, fara hér hina sneypulegustu för. í vísu Kára kemur það ekki fram, hvað valdið hefir hrakför Skapta, en æðru hans kent um. Snorri segir þá, eins og allir vissu, að mátti með sanni segja um Skapta Þóroddsson, að vel kynni hann að skilja, en þó skín út úr orðunum og er ljóst í milli línanna, að Snorri mælir hér meira í gamni en alvöru, vegna þess hve nú tókst til fyrir Skapta, og minnir svo á það í næstu línu (2. 1.). hvað olli því að svona fór, rifjar með fáum helberuih og háðnöprum sannleiksorðum upp aftur hrakföllin. En línan er sýnilega dálítið afbökuð. Vísan var gripin á lofti og varð húsgangur um hálfa aðra öld að minsta kosti, unz hún var rituð á bókfell. Er sízt að furða, þött hún því, eins og svo mörg önnur forn erindi, aflagaðist lítilsháttar. Hún á að réttu lagi að vera með aðalhendingu og 1—2 stuttum samstöfum lengri. Sé nú að eins sett skjóta nam fyrir skaut stendur alt heima. Þá er 3. línan; hún er rímlaus. En hér þarf ekki lengi að leita. Orðið flýja er falsmyntin, sem veldur rímgallanum, og í því er hvorki háð né fyndni heldur. Sé orðið fella sett í staðinn lagast rímgallinn og háðsyrðið bítur; — hrós til þeirra Hólmsteins og Þór- kels á yfirborðinu, séð »frá almennu sjónarmiði«, og eins og göfug- um goða, sem gekk á milli til að sætta, bar að láta í ljós, en undir niðri kvikar háðið yfir, að þessar austfirsku hetjur létu hrekja sig frá dómi og elta sig með vopnum og vigum vestur fyrir á. — Það hefði ekki farið vel á því, að sjálfur Snorri goði hefði farið með ljósa flimtun um aðra höfðingja á sjálfu alþingi á þessari alvöru- stund, og útaf þessum sorglegu og ógæfusamlegu atburðum á þess- um friðhelga stað. Og því síður var viðeigandi, að hann færi að álasa nokkrum, sem höfðu stilt sig um og komist hjá því að vega hér menn. Snorri hagar svo orðum sínum, að ekkert verður á þeim haft; þau eru töluð blátt áfram og svo sem lof, framsett í barns- legri einfeldni, um hvern þeirra höfðingjanna, sem nefndur er í 1., 3. og 4. linu, en einföld og óbrotin frásögn, sem þó má skoða sem álas um þann, sem nefndur er í 2. línu (Asgrím). — En samt gægist háðið út undan orðunum og dylst engum, — skopið um alla þrjá, nema einmitt sökudólginn Asgrím: Vel kann Skapti skilja. Skjóta nam Asgrímr spjóti. Villat Hólmsteinn fella. Vegr Þórketill nauðegr. Svona hefir vísan verið og verið vel kveðin.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.