Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 17
17 mæli um að gjóta þessi væri samansigið jarðhús, er bóndinn á Vals- hamri, Vigfúss hét hann, geymdi í þá Hafþór Hafþórsson og Aron Hjörleifsson, svo sem frá er sagt í Sturlunga sögú:»Þá var Aron at Valshamri oc þeir Hafþorr II, ok váru þar i savða-hvsi a vellin- w«. — Gróf bóndinn nú þetta upp við sléttunina, og kom það þá í Ijós, að þetta var útgraflð jarðhús í möl og mold, um 4 álnir að lengd og um 2 að breidd. Skamt fyrir ofan bæinn er stór og einstök þúfa í túninu; snýr hún frá austri til vesturs og hefir frá ómunatíð verið nefnd Haf- þórs leiði. Bóndinn á Valshamri, Jón Jónsson, hefir fyrir skömmu gert upp »leiði« þetta og sett legstein á með áletrun: f Hafþór 1232. — Mun ártalið ekki rjett, Hafþór veginn 1224. — Hann var móðurbróðir Arons, sonur Hafþórs Aronssonar, er annálar telja veg- inn 1186. — Ekki er líklegt að Hafþór hafi verið jarðaður þarna í túninu. Smiðjutótt Ojg smiðjufótur á Dnnki. 22. VII 1911. I túninu á Dunki er mjög fornleg tóft, öll komin í þýfi. Hún er í munnmælum nefnd »smiðjutóft Gauts á Gautsstöðum*. Þegar hann bjó þar á hann að hafa haft smiðju sína hér, en bær var hér þá enginn á Dunki. — Á Kálfatröðum, næsta bæ, hafði hann fjós og því heitir sá bær svo. — I smiðjutóftinni sér enn steðjastein Gauts; er það afarstór steinn, mun vera nær kringlóttur, um 1 m. að þverm.; hann er nú sokkinn mjög í jörð, en gizka má á, að hann hafi haft hæfilega þykt, urn a/3 m. í hann eru klappaðar 2 holur, önnur fyrir steðjann, hin fyrir saumhöggið. Steðjaholan er um 9 sm. að dýpt, ferstrend og um 8 sm. á hvorn veg efst, en mjókkar eftir því sem neðar dregur. Saumhöggsholan er aðeins 3x2 sm. efst. M. Þ. *} Sjá útg. Kr. Kalunds, Kh. 1906—11, I. 376-77. 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.