Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 4
4 í sögu Engla eftir Hinrik af Huntingdon. í formálanum fyrir 5. bókinni, sem fjallar um hernað Dana á Englandi, segir höfundurinn, að oft hafi komið sendimenn daglega og hver á fætur öðrum til hinna ensku konunga, er þeir voru á leið til austurfylkjanna til að mæta óvinunum. Einn þessara sendiboða ávarpar konungana þann- ig«: »Höfðingjar, hvert ætlið þér að halda? Dakar (þ. e. Danir) hafa lent í norðurfylkjunum; hafa þegar brent hús yðar og flutt burt eigur yðar; þeir hafa hent börn yðar d spjótsoddum, sumum af konum yðar hafa þeir nauðgað, og sumar numið á brott með sér*.1) Þessi sagnaritari er að vísu ekki talinn mjög áreiðanlegur að þvi er hina eldri tíma snertir (saga hans nær fram að 1154); hann byggir þar auðvitað á eldri ritum, og hefir hann þótt gera allmikið úr grimdarverkum Dana og hinum illu afleiðingum af innrásum þeirra. Sakir þessa hafa menn ekki viljað byggja mikið á frásögn þessari, auk þess sem hún er svo óákveðin að því leyti, að hún hvorki er heimfærð til neins nafngreinds konungs né ákveðins tíma. En þar sem höfundi í þessu efni ber saman við alveg óháða heimild eins og Landnámu, virðist engin ástæða að vefengja áreiðanleik frá- sagnarinnar. Hér kemur og til greina önnur útlend heimild, sem að öllum líkindum bendir til þessa síðar, og er hún frá írlandi. I æfisögu hins heilaga Cainnechs segir svo á einum stað: »En annan dag, þá er hinn helgi Cainnech meðal Laighin-manna, þeirra er búa til hægri, hafði komið til hins mikla hófs lýðsins, er safnast hafði kringum konung sinn Kormak, son Dyarmeks [eða Dyarmaid’s?], þá var leiddur fram af lýðnum lítill drengur til grimmilegs og mjög aumkv- unarverðs dauðdaga, sem sé gialdcherd. En þegar Cainnech sá þetta hryllilega verk, bað hann köhunginn, að drengurinn væri látinn laus; en ekki var það veitt hinum helga manni. Bað hann þá til / guðs, og hann bænheyrði hana. Því að drengnum var kastað yfir spjót, sem sett voru þannig, að oddarnir sneru upp; en ekki fengu spjótin skorið hann eða sært, nema hvað hann varð upp frá þvi rangeygur af því að horfa fram á þessar bræðilegu píslir« *) Prófessor Heinrich Zimmer hefir fyrir mörgum árum tekið þenna stað til athugunar og reynt að skýra hann.3) Þess er fyrst að gæta, *) Henrici Huntendnnensis Historia Anglorum, ed. Thomas Aruold. London 1879. bls. 138 (pueros sursum jactatos lancearum acumine susceperunt). 2) Vita beati Kannechi, í Acta Sanctorum Hiberniœ ed. C. de. Schmedt et J. de Backer. Edinburgh 1888, dálk 381 (Nam projectus est puer super hastas in statu sursum positas). s) Göttingische gelehrte Anzeigen 1891, hls. 186—188.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.