Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 20
20 andi mynd sýnir; á henni eru rúnirnar bvitar, því að kríta varð í þær svo að þær sæust á ljósmyndinni; var það gert allnákvæmlega; er þó sumstaðar vafi nokkur á. — Fjórum sinnum kemur fyrir band- rún samsett af \ og [^, og einu sinni önnur samsett af i \ \- (son). Síðasta rúnin í neðri línunni, \ (á eða a) virðist sjálfstætt orð og hefir aldrei verið höggvið neitt framhald af því. Ovíst er í rauninni hvað þetta hefir átt að merkja, en geta mætti þess til, að hjer eigi að lesa á og á eftir hafi átt að koma himnum A þeim tíma, sem steinninn er frá, gat einnig vel komið til mála að setja dánarár mannsins á steininn og má vera að hér hafi átt að höggva árið eða anno og svo ártalið, en ekki orðið úr, sem kynni þá hafa verið af því, að steinn- inn hafi verið gerður áður en maðurinn féll frá og áletrunin ekki útfylt að honum fráföllnum. Dæmi eru til slíks á legsteinum hér. Áletrunin verður bezt sýnd með þessari mynd og er þannig, að því er helzt virðist mega ráða: Hier hviler under Thomas Brandar- son hvörs s[h]ál ed gud vardveite under sinne blessan á (himnum?). Á milli orðanna virðist leturhöggvarinn hafa sett einn eða tvo depla sumstaðar, en það er mjög ógreinilegt nú, hvar þeir eru, nokkr- ir eða engir. Getgáta Eðvalds Möllers, sem sýnt hefir iofsverðan áhuga á því að varðveita þetta gamla minnismerki frá glötun, er efalaust rétt, að þessi steinn hafi verið lagður yfir Tómas bónda í Tungu, Brandsson hins ríka, Helgasonar. Á næsta fleti við þann sem áletrunin er á, aftari enda þess flatar, sem er við efri enda rúnanna, eru nokkrir mjög daufir stafir. Lítur helzt út fyrir að leturhöggvarinn hafi ætlað að hafa áletrun- ina á þessum fleti og hafi sett hér 2 fyrstu orðin: ]iT£R HDIL6R, en svo óglögt, að þau verða varla greind og því síður iögun hvers stafs fyrir sig nákvæmlega. Lítið eitt fyrir framan H, nær endanum,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.