Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 40
40
prófessor Arnórsson, fyrv. ráðherra, og gjaldkeri i stað Matthíasar
Þórðarsonar var sjera Magnús Helgason, forstöðumaður Kennaraskól.
ans, kosinn í einu hljóði, og sömuleiðis var í einu hljóði kosinn
skrifari i stað Jóns Jacobsonar Einar prófessor Arnórsson. — Voru
kosningar þessar allar millibilskosningar vegna fráfalls Pálma Páls-
sonar og gilda til næsta aðalfundar.
I örnefnanefnd var i stað Pálma Pálssonar kosinn í einu hljóði
Matthías Þórðarson.
Formaður gat þess, að árbók fjelagsins fyrir síðastliðið ár hefði
verið prentuð á þessu ári og að sumu leyti fyrir tekjur þessa árs.
Með síðustu fjárlögum hefði styrkur til fjelagsins verið tvöfaldaður,
veittar 800 kr., og væri það fje að vísu til óeytt í sjóði, en myndi
ekki næja til þess að gefa út árbók þessa árs, þótt hún yrði ekki
stærri en árbækur síðustu ára. Taldi hann þó æskilegt að árbók
hvers árs kæmi út á því ári, er hún væri fyrir.
Samkvæmt tillögu frá dr. Jóni Þorkelssyni þjóðskjalaverði var
samþykt af fundarmönnum með öllum greiddum atkvæðum, að skora
á formann að gera öfluga gangskör að því við stjórn og þing, að ríf-
legur styrkur yrði veittur á næsta alþingi, bæði til útgáfu árbók-
anna og örnefnarannsókna.
Fleira var ekki rætt, og er fundargjörð skrifara hafði verið
lesin, samþykt og undirrituð, sagði formaður fundi slitið.
II. Reikningur hins íslenzka Fornleifafjelags 1919.
Tekjur:
1. I sjóði við árslok 1918:
a. Bankavaxtabrjef..............kr. 2000 00
b. í sparisjóði Landsbankans ... —- 392 90
------------------kr. 2392 90
2 Tillög 7 æfifjelaga..................................— 175 00
3. Innkomið í árstillögum...........................— 480 88
4. Innkomið fyrir seldar árbækur....................— 220 00
5. Styrkur úr landssjóði...............................— 400 00
6 Vextir á árinu:
a. Af bankavaxtabrjefum . . . . kr. 90 00
b. Af innstæðu í sparisjóði .... — 19 22
-------------------— 109 22
7. Mismunur á útdregnu og keyptu bankavaxtabrjefi . — 8 00
8. Agóði við kaup 2 nýrra 100 kr. bankavaxtabrjefa . — 16 00
Samtals kr. 3802 00