Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 14
Smávegis.
Um nokkra staði og fornmenjar,
er höf. athugaði á skrásetningarferð nm Snæfellsnessýslu 1911.
i'ramhald greinanna í Arh. 1908—10.
Fornleifar á Svelgsá í Helgafellssveit.
21. VII. 1911.
Sumarið 1908 var Guðbrandur bóndi Sigurðsson á Svelgsá að
slétta út völl þann á túninu fyrir suðvestan bæinn, er Bænhússvöll-
ur nefnist. Var þar lítil tópt sjáanleg, um 10—12 fet á hvern veg,
og einkennilegar þúfur, einkum norðanvert við hana; sneru þær
flestar frá norðri til suðurs í eina af þessum þúfum gróf Guðbrand-
ur, kom brátt niður á grjóthleðslu og gróf umhverfis hana. Sýndi
það sig þá, að hér var gröf, upphlaðin að innan úr grjóti, og gróf
Guðbrandur niður i hana unz kom niður á fasta möl. Hleðslan
innani gröfinni var um 3 fet á hæð, reglulega hlaðin, einföld hleðsla,.
og voru sléttu hJiðarnar á steinunum allar inn. A botni grafarinn-
ar var þunt lag af viðarkolamylsnu. Bein fundust engin né neitt
annað í gröfinni. Gröíin sneri frá norðri til suðurs, var framundir
3 álnir að lengd og um 1 alin að breidd í nyrðri endann, en lítið
eitt mjórri í hinn endann.
Ekki er af prentuðum skjölum kunnugt, að bænhús eða kirkja
hafi fyrrum verið á Svelgsá, en eftir því, er dr. Jón Þorkelsson þjóð-
skjalavörður hefir skýrt mér frá, má sjá það af skýrslu einni til Odds
byskups Einarssonar 24. apríl 1599 frá Olafi Einarssyni, presti á
Helgafelli, að fyrrum hafi verið »hálfkirkja« á Svelgsá og að hún
hafi verið þá »niður fallin«.örnefnið bendir til, að bænhús hafi þar
verið og gröf þessi, ein af fleirum að því er virðist, sýnir að hér hefir
gröftur verið leyfður á hinum fyrstu öldum kristninnar hér á landi.
Skamt fyrir sunnan tóft þessa voru miklar leifar rauðablásturs,
einkum í dálitlum haug þar, rauðagjall og kola-aska.
Fyrir austan bæinn og utantil við hið núverandi tún eru stór-
gerðir móar með miklum gróðri, sýnilega gamalt tún; fyrir utan þá
er og á löngu svæði forn garður, sem er bersýnilega forn túngarð-
ur. Um 14 m. fyrir innan (vestan) garðinn er forn bæjartóft, er
snýr hér um bil frá norðri til suðurs. Lögun hennar er sýnd með
1. m. Hún er 19’/a m- að lengd alls og um 5 m. að breidd, mælt
á yztu brúnir. Hún skiftist í 4 herbergi, sem öll eru jafnbreið; hið