Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 1
ÞOR MAGNUSSON
SILFURSJÓÐUR FRÁ MIÐHLJSUM
í EGILSSTAÐAHREPPI
Sunnudagurinn 31. ágúst 1980 hlýtur að teljast með happadögum íslenskrar
fornleifafræði, en þann dag fannst stærsti gangsilfursjóður, sem þekktur er frá
Islandi, að Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, Suður-Múlasýslu. Þessi merki fund-
ur vakti að vonum mikla athygli, enda ekki á hverjum degi að meiri háttar
lausafundi reki á fjörur íslenskra fornleifafræðinga.
Fundaratvik voru þau, að á Miðhúsum voru þau hjónin Hlynur Halldórsson
og Edda Björnsdóttir að reisa nýtt íbúðarhús, um 40 m norðvestan við eldra
íbúðarhús, sem stendur um 50 m vestan við gamla bæjarstæðið. Hafði húsið
verið steypt upp allnokkru áður, en um mánuði áður en silfrið fannst hafði
vélgrafa grafið fyrir stétt vestan nýja hússins. Hún gróf um 50-70 sm niður og
var botn gryfjunnar sléttur. Jarðvegur var þarna ljósbrún fokmold undir
grasrótarmoldinni, en ekki varð vart eiginlegra byggingaleifa á staðnum, þótt á
einum stað mætti sjá eldmerkta steina í mokstrinum. Þarna kann að hafa
staðið eitthvert hús, en varla bæjarhús, enda gamla bæjarstæðið annars
staðar, svo sem áður segir.
Einskis urðu menn varir þegar grafan var á staðnum, en þennan sunnudags-
morgun fór Edda út í nýja húsið og hitti mann sinn, sem var þar að vinna. Er
hún fór aftur heim sá hún glytta í málm rétt við húshornið. Henni datt í hug að
þetta væri járnhlekkur sem losnað hefði af keðju af hjóli gröfunnar og skeytti
þvi ekki nánar.
Örskömmu síðar gekk Hlynur þarna um og sá glytta í sama málm, hélt fyrst
að þetta væri vírspotti, en er hann gætti nánar að og tók upp hlutinn sá hann
hvers kyns var, að hér væri komið silfur, enda kom von bráðar í ljós fjöldi silf-
urgripa þarna í moldinni, stangir og baugar. Hann tók upp það sem hann sá og
hélt með fund sinn heim í bæ, en grunaði þó vart hve einstæðan fund hann
hafði uppgötvað.
Þau hjón sáu þó fljótt að hér myndi kominn forn silfursjóður. Tilkynnti
Edda síðan þjóðminjaverði fundinn síðar um daginn.
Svo vildi til að dr. Kristján Eldjárn var staddur á Egilsstöðum og hafði þjóð-
minjavörður samband við hann og bað hann fara á staðinn og kanna hvað