Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 10
6. mynd. Armbaugurinn nr. 4, eðlileg stœrð. Ljósm. Jóhanna Ólafsdóltir. — The armlet no. 4,
natural size.
19. Slöng, nokkuð bogin og virðist hafa verið eins og nr. 17. Endar virðast
höggnir og grunnt meitilsfar við annan enda. Mesta lengd 8,5 sm, þyngd
4,52 g.
20. Stöng, grönn og hefur verið undin, endar brotnir. Lengd 6,0 sm, þyngd
3,02 g.
21. Stöng, ferstrend og nokkuð undin, lengd 5,2 sm, þyngd 3,37 g.
22. Stöng, grönn og bogin, annar endi brotinn, hinn höggvinn. Lengd 5,9
sm, þyngd 4,30 g.
23. Stöng, sívöl og bogin og myndar um þriðjung af hring. Annar endi
brotinn, hinn virðist höggvinn. Mesta stærð 2,4 sm, þyngd 3,78 g.
24. Stöng, sívöl og bogin, endar höggnir. Stærð 2,3 sm, þyngd 2,88 g.
25. Stöng, strend og undin, annar endi höggvinn, hinn brotinn. Lengd 3,3
sm, þyngd 3,23 g.
26. Stöng, svipuð hinni síðastnefndu, undin og endar höggnir. Lengd 2,3
sm, þyngd 2,27 g.
27. Stöng, undin að hluta og beygð í hring. Annar endi brotinn, hinn virðist
upphaflegur. Mesta þvermál hringsins 1,3 sm, þyngd 1,49 g.
28. Stöng, sívöl og undin, endar höggnir. Lengd 2,0 sm, þyngd 1,90 g.
29. Stöng, grönn og undin, annar endi höggvinn, hinn brotinn. Mesta lengd
2,2 sm, þyngd 0,93 g.