Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 12
16
ÁRBÓK FORNLHIFAFÉLAGSINS
Silfrið var mjög fagurt er það fannst, svo sem fyrr segir, og kann ástæðan að
vera sú, að það lá í fokmold sem er tiltölulega laus við sýrur sem éta annars
mjög allan málm er finnst í jörðu hérlendis. Annað er athyglisvert, en það er að
slitmerki eru nær engin á skartgripunum. Virðast þeir ekki hafa verið bornir
lengi, hvorki hálshringarnir né armbaugarnir.
Heildarþyngd sjóðsins, 653,5 g, er sem næst þremur mörkum silfurs. Mörk
silfurs í Noregi á víkingaöld er talin hafa verið 214,32 g, og er álitið að sama
hafi gilt hér á landi. Sjóðurinn er í rauninni 10,5 g þyngri en nemur þremur
mörkum, en slíkt er svo lítið frávik að meiri nákvæmni er varla að vænta.
Bendir þetta til að sjóðurinn sé hér í rauninni kominn allur, hafi ekki verið
stærri í upphafi og átt að standa þrjár merkur silfurs.
Bent hefur verið á, að oft stendur þyngd slíkra gripa í sjóðum, einkum háls-
og armbauga, í réttu hlutfalli við vogareiningu þessa tíma, annaðhvort eyri
(26,79 g) eða margfeldi af eyri. Virðist það enn fremur benda til að þeir hafi
verið hugsaðir sem greiðslusilfur í upphafi, jafnframt því að vera skartgripir.
Þannig er stærsti hálshringurinn, nr. 1, sem næst 5 aurar, sá næsti, nr. 2, er
ekki heill og því erfitt að geta sér til um rétta þyngd hans, hinn þriðji, nr. 3, er
sem næst 1 'A úr eyri og hið sama má segja um baug nr. 4 og má ætla, að litli
hringurinn hafi verið settur á hann til að fá nákvæmari þyngd. Armbaugurinn
nr. 5 er nokkru þyngri, nær að vera 1 'A eyrir og stöngin nr. 8 er heldur minna
en þrír aurar. Smábrotin hafa væntanlega verið notuð sitt á hvað til að fylla
upp í rétta vigt er greitt var, og vafalaust eru mörg þessara brota úr stöngum
sem hafa verið bútaðar niður margsinnis til að fá rétta vigt, eftir því sem þær
gengu milli fleiri handa.
Hitt má einnig nefna, að ekki er víst að vogir og met hafi ævinlega verið svo
hárnákvæm að ekki skeikaði einhverju í vigtinni.
Um aldur sjóðsins er erfitt að segja með neinni nákvæmni fram yfir það, að
hann tímasetur sig glöggt til víkingaaldar. Silfursjóðir af þessu tagi, með undn-
um baugum eða sívölum, einföldum baugum, virðast einkum hafa verið grafn-
ir í jörðu erlendis á 10. öld og eitthvað fram á 11. öld. Þegar slegin mynt finnst í
slíkum sjóðum gefur hún allnákvæma tímasetningu, ef hægt er að ákvarða
sláttutíma myntarinnar með einhverri nákvæmni, en hér er slíku ekki til að
dreifa.
Margt hefur verið ritað um slíka silfursjóði í nágrannalöndunum og ber þar
hæst rit Mártens Stenbergers um silfursjóði víkingaaldar á Gotlandi,5
ritgerð Roars Skovmands um danska silfursjóði,6 og Sigurd Griegs um
norska sjóði.7 Hefur Stenberger einkum fjallað ítarlega um slíka sjóði, bæði
hvað snertir gerð silfurmunanna, aldur, uppruna og annað. Hinir höfundarnir
gera því einnig glögg skil og má t.d. benda á, að Skovmand telur að hinir snúnu
baugar, sem hafa grófa og sterklega þætti og stutta enda, virðist tilheyra