Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 12
16 ÁRBÓK FORNLHIFAFÉLAGSINS Silfrið var mjög fagurt er það fannst, svo sem fyrr segir, og kann ástæðan að vera sú, að það lá í fokmold sem er tiltölulega laus við sýrur sem éta annars mjög allan málm er finnst í jörðu hérlendis. Annað er athyglisvert, en það er að slitmerki eru nær engin á skartgripunum. Virðast þeir ekki hafa verið bornir lengi, hvorki hálshringarnir né armbaugarnir. Heildarþyngd sjóðsins, 653,5 g, er sem næst þremur mörkum silfurs. Mörk silfurs í Noregi á víkingaöld er talin hafa verið 214,32 g, og er álitið að sama hafi gilt hér á landi. Sjóðurinn er í rauninni 10,5 g þyngri en nemur þremur mörkum, en slíkt er svo lítið frávik að meiri nákvæmni er varla að vænta. Bendir þetta til að sjóðurinn sé hér í rauninni kominn allur, hafi ekki verið stærri í upphafi og átt að standa þrjár merkur silfurs. Bent hefur verið á, að oft stendur þyngd slíkra gripa í sjóðum, einkum háls- og armbauga, í réttu hlutfalli við vogareiningu þessa tíma, annaðhvort eyri (26,79 g) eða margfeldi af eyri. Virðist það enn fremur benda til að þeir hafi verið hugsaðir sem greiðslusilfur í upphafi, jafnframt því að vera skartgripir. Þannig er stærsti hálshringurinn, nr. 1, sem næst 5 aurar, sá næsti, nr. 2, er ekki heill og því erfitt að geta sér til um rétta þyngd hans, hinn þriðji, nr. 3, er sem næst 1 'A úr eyri og hið sama má segja um baug nr. 4 og má ætla, að litli hringurinn hafi verið settur á hann til að fá nákvæmari þyngd. Armbaugurinn nr. 5 er nokkru þyngri, nær að vera 1 'A eyrir og stöngin nr. 8 er heldur minna en þrír aurar. Smábrotin hafa væntanlega verið notuð sitt á hvað til að fylla upp í rétta vigt er greitt var, og vafalaust eru mörg þessara brota úr stöngum sem hafa verið bútaðar niður margsinnis til að fá rétta vigt, eftir því sem þær gengu milli fleiri handa. Hitt má einnig nefna, að ekki er víst að vogir og met hafi ævinlega verið svo hárnákvæm að ekki skeikaði einhverju í vigtinni. Um aldur sjóðsins er erfitt að segja með neinni nákvæmni fram yfir það, að hann tímasetur sig glöggt til víkingaaldar. Silfursjóðir af þessu tagi, með undn- um baugum eða sívölum, einföldum baugum, virðast einkum hafa verið grafn- ir í jörðu erlendis á 10. öld og eitthvað fram á 11. öld. Þegar slegin mynt finnst í slíkum sjóðum gefur hún allnákvæma tímasetningu, ef hægt er að ákvarða sláttutíma myntarinnar með einhverri nákvæmni, en hér er slíku ekki til að dreifa. Margt hefur verið ritað um slíka silfursjóði í nágrannalöndunum og ber þar hæst rit Mártens Stenbergers um silfursjóði víkingaaldar á Gotlandi,5 ritgerð Roars Skovmands um danska silfursjóði,6 og Sigurd Griegs um norska sjóði.7 Hefur Stenberger einkum fjallað ítarlega um slíka sjóði, bæði hvað snertir gerð silfurmunanna, aldur, uppruna og annað. Hinir höfundarnir gera því einnig glögg skil og má t.d. benda á, að Skovmand telur að hinir snúnu baugar, sem hafa grófa og sterklega þætti og stutta enda, virðist tilheyra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.