Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 13
SILFURSJÓÐUR FRÁ MIÐHÚSUM í EGILSSTAÐAHREPFl
17
gervallri 10. öld. Hinir einfaldari, svo sem snúni armbaugurinn nr. 5 og ein-
faldi baugurinn nr. 4, eru helst taldir til síðara hluta 10. aldar eða tímans rétt
eftir 1000. Eldri, og þá helst frá 9. öld, eru þeir sem annaðhvort eru undnir úr
einum teini eða flatir og þá oft skreyttir. Vera má því, að ýmis hin rninni brot af
slíkum baugum í sjóðnum frá Miðhúsum tilheyri 9. aldar baugum,
enda geta þau hafa verið búin að ganga lengi manna á milli sem gjaldmiðill, er
hér var komið.
Allt bendir því til þess, að sjóður þessi sé grafinn í jörðu á 10. öld, en ná-
kvæmar reynist vart unnt að taka til orða.
Skovmand telur að hinir snúnu baugar séu upphaflega ekki norræn gerð, en
ýmsir hafa talið þá arabíska að frumgerð, sem hann er þó ekki mjög trúaður á.
Hins vegar telur hann, að baugar þeir, sem finnast í sjóðurn á Norðurlöndunt
séu vafalaust gerðir þar, en erfitt sé að benda á að einstakar gerðir heyri frekar
til ákveðnum löndum eða landshlutum.
Stenberger nefnir einnig að snúnir baugar af þessu tagi séu svo geysi-
algengir, að ógerningur sé að segja hvar þeir séu gerðir, þótt margir hafi fjallað
um það mál. Hann treystir sér ekki til að segja hvort eitthvað af hinurn fjöl-
mörgu baugum, sem finnast á Gotlandi, séu gerðir þar. Þessir baugar eru
„nordisches Allgemeingut,” eins og hann orðar það.
Hins vegar eru litlar líkur til, að nokkur þessara hluta sé íslensk smíð. Silf-
ursmiðir, sem smíðað gátu slíka bauga, hafa trúlega engir verið á íslandi í þann
tíð, enda slíkt handverk sennilega að mestum hluta unnið í kaupstöðum vík-
ingaaldar, þar sem handverksmenn höfðu aðsetur, en hér var sliku ekki til að
dreifa. Verður því að telja öruggt að sjóðurinn eða einstakir gripir úr honum
hafi verið í eigu landnámsmanns eða landnámsmanna, sem komið hafi með
hann út hingað, ef til vill manns sem selt hafði eigur sínar ytra fyrir silfur eða
þá kaupmanns sem safnað hafði slíkum auði með verslan sinni.
I rauninni er ekki ástæða til að draga fram sérstakar hliðstæður bauganna
frá Miðhúsum, svo margar eru þær til. En þenda má t.d. á, að samsnúni arm-
baugurinn, nr. 5, á sér mjög líka hliðstæðu fundna í víkingaherstöðinni Fyrkat
í Danmörku,8 og armbaugurinn nr. 4 á t.d. sína líka í gotlenskum sjóðum.9
Þessa gerð, með hinni sérkennilegu samsetningu, hefur Stenberger flokkað
sérstaklega, svo algeng er hún, og nefnt Ar 2. — Það er einnig mjög algengt, að
smáhringar séu dregnir upp á stóran baug og getur Stenberger þess, að slíkt
muni hafa verið gert til að fá ákveðna vigt.10
Hálsbaugar virðast tiltölulega sjaldgæfir meðal hins geysimikla magns af
gotlensku silfri. Hafa aðeins fundist þar 20 heilir baugar að tali Stenbergers, en
mikill fjöldi brota er hins vegar í sjóðunum. í Danmörku virðast þeir aftur á
móti allalgengir heilir og má t.d. nefna sem hliðstæðu við stóra bauginn frá
Miðhúsum, nr. 1, bauga frá Vaalse á Falstri í Danmörku.11 Þar eru grannar
2