Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 17
HANNES PETURSSON
ZABINTSKI DOCHTER
Um grafletur í Hóladómkirkju, fáein orð
I
A bernskuárum mínum í Skagafirði heyrði ég frá því sagt, að ungbarn lægi
grafiðf í vegg Hóladómkirkju, dóttir múrsmiðsins er hlóð, kirkjuna, og gæti
þar að líta minningartöflu til merkis um það. Ekki var þá nefnt hvað smiður-
>nn hét, heldur aðeins að hann hefði verið þýzkur.
Þessi sögn orkaði þegar mikið á ímyndunarafl mitt, því ég skildi ekki hvers
vegna barnið var lagt til hinztu hvíldar í múrveggnum, en ekki í moldum
kirkjugarðsins fyrir utan. Aldrei fylgdi það sögunni í mín eyru, að leiði þess
væri i garðinum og grafletrið ætti að vísa þangað. Aðspurður löngu seinna
sagðist Kolbeinn Kristinsson frá Skriðulandi, fróður og langminnugur Hóla-
sóknarmaður, jafnan hafa heyrt að kista barnsins hefði verið múruð í kirkju-
vegginn.
Margir sem hafa skoðað Hóladómkirkju munu kannast við grafletur þetta,
þó torlesið sé. í kynningarriti dr. Kristjáns Eldjárns, Um Hólakirkju, er það
tekið upp, hver stafkrókur eftir því sem næst verður farið. Þar stendur:
,,I forkirkjunni, norðan dyra til kirkju, er múrað minningarletur yfir dóttur
Sabinskys múrmeistara, gert með upphleyptum, gotneskum stöfum á svörtum
grunni. Letrið er mjög máð, en verður þó nokkurn veginn lesið á þessa leið:
Hier lieg ich
armes [wuejrmelein
un ruhe in meinen
schlaff k[aemmer|lein
Jfr.: Johanne Doretee
Zabintski Dochter
Wart geboren den:
26 oct: [Anno] 1762:
gestorben den 11 nob:
11762.
Barnið hefur dáið 16 daga, og afsannar það þá munnmælasögu, að það hafi