Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 18
22 ÁRBÓK l-'ORNLEIFAFÉLAGSINS hrapað til bana niður af palli þeim, sem kirkjuloftsstiginn liggur upp á. Stigi sá er mjög óvandaður tréstigi.” Johan Christoph Sabinsky var þýzkur maður sem starfað hafði í Danmörku. Hann kom að Hólum sumarið 1757 til þess að standa fyrir múr- hleðslu nýju kirkjunnar sem Gísli biskup Magnússon hafði sett sér að risi í stað timburkirkjunnar gömlu, svonefndrar Halldórukirkju. Gerð steinkirkj- unnar átti að taka þrjú ár, en verkið gekk mjög erfiðlega fyrir ýmissa hluta sakir og tók sex ár. Segir glöggt frá því öllu í riti Helge Finsens og Esbjorn Hiorts, Gamle Stenhuse i Island fra 1700-tallet, 1977 (ísl. þýðing dr. Kristjáns Eldjárns 1978, Steinhúsin gömlu á Islandi). Halldórukirkja var rifin til fulls sumarið 1759. Um fjögur ár eftir það, fram að vígslu steinkirkjunnar 20. nóvember 1763, var embætti flutt í timburstof- unni fornu á Hólum, Auðunarstofu; þó voru prestar ekki vígðir þar, heldur í Viðvikurkirkju. Jóhanna Dóróthea Sabinsky hefur því verið borin til skírnar í Auðunarstofu og litla kistan hennar staðið þar meðan sungið var yfir henni. Sumarið áður var smíði nýju kirkjunnar svo langt komið að veggir höfðu ver- ið hlaðnir í fulla hæð, en turninn aftur á móti, sem Sabinsky fyrirhugaði án stoðar í teikningu arkítektsins danska, en með vilja Gísla biskups, ekki hærra risinn en að efri brún glugganna. Fyrir einhverjar sakir var horfið frá því að hlaða turninn alla leið upp og þakið látið ganga beint fram yfir hann í hæð við meginkirkjuna, og er þar nú forkirkjan. Samkvæmt greinargerð timbur- mannsins danska sem ráðinn var að Hólum til smíða, hóf hann að klæða kirkjuþakið í otkóbermánuði 1762 (þ.e. um það leyti sem litla Sabinsky-dóttir sálaðist). Ekki er þar með sagt að þá hafi menn verið hættir við að hlaða turn- inn og forkirkjan búin að fá það snið sem hún hefur nú. Það mun þó varla hafa dregizt lengi úr þvi, enda allir sem áttu hlut að þessari fyrirhafnarsömu musterissmíði orðnir mæddir á henni, Sabinsky ekki sízt; hann hafði frá upp- hafi sýnt mikinn dugnað og trúmennsku í störfum og bar nýju dómkirkjuna mjög fyrir brjósti, að því er bezt verður séð. Handaverk hans hlutu líka hrós úttektarmanna. Úr því að ekki er sýnt að hleðslu forkirkjunnar væri lokið öndverðan nóv- embermánuð 1762, getur vel staðizt, tæknilega, að Sabinsky hafi lagt kistu dóttur sinnar þar í vegg og múrað fyrir, eins og munnmælin segja. Hitt er svo annað mál, hvort hann setti grafletrið nákvæmlega þar sem kistan litla var inni fyrir. Hann kynni að hafa valið töflunni stað sem horfði betur við kirkju- gestum. Textinn var jafn sannur fyrir því: að hér — í turninum sem verða átti, nú forkirkjunni — væri „schlaff kaemmerlein” dóttur hans. II Hvers vegna múraði Sabinsky kistu dóttur sinnar í vegg Hólakirkju, eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.