Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Lónsheiðar þá frá hann til öndvegissúlna sinna fyrir neðan heiði í
Leiruvogi (ísl. fornrit I, 312).
í Hauksbók Landnámu:
Hrolleifur son Einars Ölvissonar barnakarls kom í Leiruvog, þá er byggt
var allt með sjó (ísl. fornrit I, 389).
í Hallfreðar sögu:
Og að sumri fór Hallfreður út til íslands og kom skipi sínu í Leiruvog
fyrir sunnan land (þannig í Möðruvallabók, en í Flateyjarbók stendur:
,,fyrir neðan heiði.” ísl. fornrit VIII, 196).
í Egils sögu:
Það var eitt sumar að skip kom út í Leiruvogi, og stýrði sá maður er Þor-
móður hét; hann var norrænn ... (ísl. fornrit II, 275).
í Gunnlaugs sögu ormstungu:
Nú er að segja frá Hrafni, að hann bjó skip sitt í Leiruvogum (ísl. fornrit
III, 98).
Hrafn fór austan um vorið og kom til Þrándheimsx og bjó skip sitt og
sigldi til íslands um sumarið og kom skipi sínu í Leiruvog fyrir neðan heiði
... (ísl. fornrit III, 81).
Hallfreður mælti: ,,Þess þyrfti, félagi, að þér veitti betur mér málin við
Hrafn. Eg kom skipi mínu í Leiruvog fyrir neðan heiði fyrir fám vetrum,
og átti eg að gjalda hálfa mörk silfurs húskarli Hrafns og hélt eg því fyrir
honum; en Hrafn reið til vor með sex tigu manna og hjó strengina, og rak
skipið upp á Leirur og búið við skipbroti” (ísl. fornrit III, 85).
í Flóamanna sögu:
Þorgils kaupir nú skip í Leiruvogi (íslendingasagnaútgáfa Guðna Jóns-
sonar XII, 37).
í Orms þætti Stórólfssonar:
... kómu skipi sínu í Leiruvog fyrir neðan Heiði (íslendingasagnaútgáfa
Guðna Jónssonar XI, 458).
Öll eru þessi rit talin frá 13. öld. Hallfreðar saga trúlega frá byrjun aldar-
innar, Flóamanna saga frá aldarlokum og Orms þáttur um eða rétt eftir 1300.
Er þá, að því er ég best veit, talið fram allt sem vitað er um Leiruvog sem höfn
og lendingarstað og kaupstefnustað í miðaldaritum. Þessi rakning heimilda er