Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 32
ELSA E. GUÐJÓNSSON
FÁEIN ORÐ UM FÁLKAMERKI
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR MÁLARA
I afmælisriti helguðu Ólafi Hanssyni prófessor sjötugum haustið 1979 er
fróðleg grein um skjaldarmerki íslands eftir Guðnýju Jónasdóttur.1 Segir hún
þar meðal annars frá uppruna fálkamerkisins á þessa leið:
Sigurður Guðmundsson málari mun fyrstur manna hafa vakið áhuga ís-
lendinga á því, að íslenzki fálkinn væri betur fallinn til að vera merki lands-
ins en þorskurinn. Hugmynd Sigurðar var, að merkið yrði hvítur (silfrað-
ur) fálki með þanda vængi á bláum grunni, og eru frumdrættir Sigurðar af
ýmsum fálkamyndum til í Þjóðminjasafni. Yfirleitt mun þjóðin hafa tekið
vel hugmynd þessari. Þjóðvinafélagið, sem stofnað var um þessar mundir
(1871), tók fálkann upp í bókmerki sitt. Stúdentar tóku hann upp sem
merki árið 1873 og latínuskólapiltar nokkru síðar. ...z
Frásögn sína byggir Guðný á helstu prentuðu heimildum um þetta efni,3 en
samkvæmt þeim mætti álykta að notkun stúdenta á fálkamerki hafi ekki verið
eldri en frá 1873. Svo mun þó ekki vera.
Fyrir allnokkrum árum, er ég var að kanna minnisbækur (vasabækur) Sig-
urðar Guðmundssonar, sem varðveittar eru í Þjóðminjasafni íslands, urðu
fyrir mér tvær athyglisverðar smáklausur. Voru þær í minnisbók frá 1861,4 og
skrifaði ég þær hjá mér þó svo að innihald þeirra kæmi ekki beint við þeim
rannsóknarefnum sem ég var að fást við. Klausurnar voru með rithendi Sig-
urðar og hljóðuðu svo:
Þan 8 Nófember 1860 báru íslendskir stúdentar first hvítann silfurfálka
á bláum grun á sínum húfum, þeir voru als 8 að tölu. ...
Þann 12 December 1860 báru first skólapiltar hvíta lyru á sínum húfum hér
um bil 30 að tölu.5
Virðist af fyrri klausunni einsætt að stúdentar hafa tekið upp fálkamerki,
að vísu sem húfumerki en ekki fána, þrettán árum áður en talið hefur verið
fram að þessu, þótt ekki verði nú úr því skorið hvort notkun þess á þeim árum
hafi verið samfelld og almenn. Seinni klausan hefur áður birst á prenti,6 en að
henni frágenginni er elsta heimild um einkunnarhúfur og húfumerki skóla-