Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 33
FÁEIN ORD UM FÁLKAMERKl SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR MÁLARA
37
I. mynd. Teikningar (mjög mikið smækkaðar) af uppdrœtti af fálkafánamerki Sigurðar Guð-
mundssonar málara. Eftir uppdrátlabók Hólmfríðar Björnsdóttur. I einkaeign. Eftirmyndir eru í
Þjóðminjasafni íslands, nr. 10134 a,b. — Drawings (greatly diminished) offalcon banner and
flag emblem by Sigurður Guðmundsson. From copies of fuli size drawings in a paltern book
made by Hólmfríður Björnsdóttir. Private ownership. Copies in the National Museum of
Iceland, Inv. No. 10134 a,b.
pilta frá árinu 18757 og frá húfunum sagt eins og um nýbreytni væri að ræða,
þótt merkið sé hið sama eða sama eðlis og Sigurður greinir frá, þ.e. harpan.
Um útlit fálkamerkis stúdenta frá 1860 er ekki vitað, en hafi það verið upp
tekið að undirlagi Sigurðar og teiknað af honum, sem líklegt má telja, kann
það að hafa verið skylt fálkamynd þeirri sem hann dró upp fyrir fána þeirra
1873 og einnig var notuð, eða mynd svipuð henni, er skrúðgöngumerki
skólapilta var saumað „nokkru síðar.”8 í endurminningum Guðrúnar
Borgfjörð, prentuðum 1947, segir frá gerð fyrsta fálkafánans, en frásögn
þessari mun lítill gaumur hafa verið gefinn fram að þessu:
Sigurður hafði mikinn áhuga fyrir því, að íslendingar ættu sjálfir flagg,
en það var fálkinn, sem hann vildi hafa. Hann teiknaði því stóran fálka og
fékk ungar stúlkur til að sauma hann í afar stóran dúk. Þær, sem saumuðu
fyrsta flaggið voru þær Hólmfríður Björnsdóttir, Guðrún Hjálmarsen,
Þóra dóttir Péturs biskups, og Jarþrúður, dóttir Jóns Péturssonar háyfir-
dómara.9
Ekki nefnir Guðrún hvaða ár þetta var og segist ekki muna hvenær fáninn