Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 37
FÁEIN ORÐ UM FÁLKAMERKl SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR MÁLARA
41
ætla að hann hefði nefnt að merkið gæti verið stúdentaeinkenni ekki síður en
merki ónafnsgreinds söngfélags.21
Árni sá er Sigurður nefnir í bréfi sínu til Steingríms mun hafa verið Árni
Gíslason leturgrafari22 (1833-1911), er var lögregluþjónn í Reykjavík
1859-1875, en stundaði eftir það mest leturgröft.23 Árið 1912 komu til Þjóð-
minjasafnsins nokkur gömul signet úr eigu Árna og auk þess lögreglumerki
hans,24 en 1916 eignaðist safnið fjöldann allan af afþrykkjum af innsiglum
eftir hann.25 Á nokkrum afþrykkjanna eru myndir, meðal annars af fuglum,
sumum hverjum fálkum, en engum þó með gerð fánamerkis Sigurðar málara.
Ekki er þó talið ólíklegt að handbragð sama manns kunni að vera á grefti inn-
siglanna og húfumerkisins,26 þ.e. að telja megi húfumerkið verk Árna Gísla-
sonar. Af þeim heimildum sem fyrir liggja virðist því engin goðgá að ætla að
húfumerkið sé smíð Árna eftir fyrirmynd Sigurðar, og að þar sé komin sú
gerð merkis sem átta íslenskir stúdentar báru fyrst ,,á sínum húfum” 8. nóv-
ember 1860.
26.11.1980
TILVITNANIR
1 Guðný Jónasdóttir, „Skjaldarmerki íslands,” Söguslóðir. Afmœlisrit helgað Óiafi Hans-
syni sjötugum 18. september 1979 (Reykjavík, 1979), bls. 113-129.
2 Ibicl., bls. 121.
3 Jón Jónsson, ,,Saga íslenska fánamálsins,” Islenski fáninn. Skýrsla frá nefndþeirri, setn
skipuð var af ráðherra íslands þ. 30. des. 1913 til að kotna fram tneð tiliögur lil stjórnar-
innar um gerð íslenska fánans. Fylgiril 1 (Reykjavík, 1914). Matlhías Þórðarson, „Skjald-
armerki íslands. Nokkrar athugasemdir,” Árbók hins ísienzka fornleifaféiags 1915
(Reykjavík, 1916), bls. 18-23. [Greinin er skrifuð 11.-13. febrúar 1916.| Björn Þórðarson,
„íslenzkir fálkar,” Safn til sögu Islands. Annar flokkur, 1, 5 (Reykjavík, 1957); Björn
vitnar raunar i Jón Jónsson, op. cit., bls. 7-9, um þetta efni.
4 Hdr. í Þjms. — Skiljanlegt er að mönnum hefur sést yfir þessa heimild, þar eð vasabókin
frá 1861 varð eftir lát Sigurðar málara viðskila við önnur plögg hans, var lengi varðveitt af
einkaaðila og barst ekki Þjóðminjasafninu fyrr en 1939.
5 Loc. cit.
6 Heimir Þorleifsson, Saga Reykjavikurskóia, II. Skólalífið í Lœrða skólanum (Reykjavík,
1978), bls. 98.
~i Loc. cit.
8 Sbr. Guðný Jónasdóttir, op. cit., bls. 121. Jón Jónsson, op. cit., bls. 7, segir „nokkru
seinna.” Björn Þórðarson, op. cit., bls. 130, segir „skömmu síðar.” Matthías Þórðarson,
op. cit., bls. 22, nefnir þetta ekki, en getur þess að eftir stúdentafélagsfánanum eða fyrir-
mynd hans hafi verið „saumað líkt skrúðgöngumerki fyrir lærða skólann.”
9 Guðrún Borgfjörð, Minningar (Reykjavik, 1947), bls. 82.
10 Hólmfríður Björnsdóttir og Guðrún Gísladóttir (Hjálmarsen), sbr. ibid., bls. 70.
11 Ibid., bls. 82.
12 Matthías Þórðarson, op.cit., bls. 22, 1. tilvitnun.