Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 41
GEISLADAGUR 45 ekki einfalt að færa rök að þeirri nafngift. Þó virðist allt geta fallið í ljúfa löð, þegar greitt hefur verið úr dálítilli flækju. Verður þá fyrst að huga að upp- komu fæðingar- og skírnarhátíðar Jesú Krists. II Elstu heimildir um fæðingar- og/eða skírnarhátíð Jesú Krists eru frá gnos- tíkerasöfnuði einum í Egyptalandi á 2. öld. Klemens frá Alexandríu segir nálægt 190 e. Kr. á einum stað, að hinir svonefndu Basileides minnist skírnar Krists með ritningarlestri aðfaranótt 6. janúar eftir rómversku tímatali.9 Síðan verður ekki vart við þessa hátíð með vissu fyrr en á 4. öld, en þá er 6. janúar haldinn hátíðlegur við austanvert Miðjarðarhaf sem Opinberunarhátíð Jesú Krists (Epiphania) til minningar um fæðingu hans í Betlehem, skírn hans í ánni Jórdan og fyrsta kraftaverk hans, þegar hann breytir vatni í vín við brúðkaupið í Kana. Auk þess bætist tilbeiðsla vitringanna frá Austurlöndum við helgi dagsins og jafnvel sagan um mettun fimm þúsunda með tveim fiskum og fimm brauðum.10 Alkunna er, að guðspjöllin geta þess hvergi berum orðum, hvenær ársins Jesús sé fæddur eða skírður. Hinsvegar væri nærtækt að álykta, að Ágústus keisari í Róm hefði látið skrásetja alla heimsbyggðina nálægt upphafi hins rómverska árs. En það var einmitt um það leyti sem María ól Jesúbarnið samkvæmt 2. kapitula Lúkasarguðspjalls. Valið á 6. janúar virðist hinsvegar stafa af einskonar samkeppni fornkrist- inna söfnuða við fylgjendur Osiris-Aion trúarinnar í Egyptalandi. En meðal þeirra var mikil hátíð haldin í Kore-hofinu i Alexandríu einmitt á þessari nóttu, þvi að þá átti Kore (jómfrúin) að hafa alið Aion.11 Reyndar á þessi hátíð sér enn eldri og mjög náttúrlegar rætur, sem standa í sambandi við sjálfkrafa áveituframkvæmdir fljótsins Nílar, hina miklu blessun Nílardalsins. En flóðin i Níl hófust seint í ágúst, og þeim lauk í byrjun janúar. Fæðingardagur guðsins Osiris var í samræmi við þetta talinn 24. ágúst (miðað við rómverskt tímatal). Fæðingarhátíð Aions var hinsvegar miðuð við lok flóðanna, og var það þá m.a. algeng helgiathöfn að bera heim til sín full ker af hinu frjómagnaða vatni árinnar. Þess er m.a.s. getið, að vatnið í Níl hafi eitt sinn við þetta tækifæri breyst í vín. Osiris var auk þess jafnað við hinn gríska Dionysos og þar með talinn skapari vínsins. Hafi kristnir menn í Alexandríu talið sig þurfa að finna mótvægi við þessa fornu hátíð heiðingjanna, er ekki nema eðlilegt, að þeir reyndu að tímasetja meyjarfæðingu Jesú, kraftaverk hans i Kana og jafnvel fleiri stórmerki á sama degi. Og það var gert með snjallri reikningskúnst, sem of flókið yrði að tíunda hér, enda er þar ýmist miðað við egypskt, gyðinglegt eða rómverskt timatal.12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.