Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 42
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ástæða þess, að skírn Jesú er látin falla saman við fæðingu hans stafar hinsvegar af þeim allútbreidda skilningi meðal kristinna söfnuða þess tíma, að Jesús hafi í rauninni ekki orðið guðlegur fyrr en með skírninni, þegar erfða- syndin var af honum þvegin. Samkvæmt tilteknum leshætti Lúkasarguð- spjalls, sem margir fornir kirkjufeður þekktu, á Guð ennfremur að hafa sagt við þetta tækifæri, þegar himnarnir opnuðust: Þú ert minrt elskaði sonur. í dag hefi ég getið þigd3 Opinberunarhátíðin 6. janúar breiddist smám saman út við austanvert Mið- jarðarhaf og festi reyndar líka rætur í Mílanó, Gallíu og jafnvel í Róm. Þar sigraði hinsvegar 25. desember þegar á 4. öld sem fæðingardagur Jesú. Söfnuðir Austurkirkjunnar tóku þetta eftir Rómarkirkjunni á 4. og 5. öld, en héldu 6. janúar áfram sem skírnarhátíð. Kirkjudeildin í Jerúsalem hélt þó fast við 6. janúar fram á miðja 6. öld, og eftir því fór armenska kirkjan, sem heldur þessum sið enn í dag.14 III Rómarkirkjan leitaðist hinsvegar við að draga úr gildi 6. janúar, og var það sjálfsagt liður í samkeppninni við Austurkirkjuna. Einn þáttur í þeirri við- leitni var að svipta hann minningunni um skírn Krists í Jórdan, en gera hann þess í stað að degi hinna heilögu þriggja konunga eða vitringanna frá Austur- löndum. Dýrkun Austurvegskonunga jókst reyndar um allan helming, eftir að Frið- rik Barbarossa lét flytja „jarðneskar leifar” þeirra frá Mílanó til Kölnar árið 1162 sem eitt stoltarmark Hins Heilaga Rómverska Ríkis Þýskrar Þjóðar. Þetta var eitt fjölmargra atriða, sem Marteinn Lúther gagnrýndi í helgisiðum katólsku kirkjunnar. í prédikun einni frá 1531 fer hann háðsyrðum um þessa ,,þrjá flækinga,” en vildi endurhefja þrettándann sem minningarhátíð skírn- arinnar og raunar líka sem hinn eiginlega nýársdag. Hvorttveggja kom þó fyrir lítið.15 En af fyrrgreindum sökum var minningin um skírnina á ýmsum stöðum og tímum færð yfir á áttundarhelgi þrettándans eða 13. janúar. Engin algild regla virðist þó hafa verið sett um þetta atriði, heldur hafi einstakar kirkju- deildir haft nokkuð frjálsar hendur. Það er reyndar ekki fyrr en 23. mars 1955, að kirkjuráðið í Róm samþykkir endanlega, að skírnarinnar skuli minnst sérstaklega þann 13. janúar. Það var gert til að greiða úr margra alda ruglingi.16 IV Nú víkur sögunni aftur austur til Miðjarðarhafsbotna og Grikklands. Sá þáttur opinberunarhátíðarinnar, sem helgaður var skírninni, bar einnig heiti,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.