Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fullt eins vel táknað mann frá Garðaríki (Úkraínu) einsog Grikklandi. Og
orðið ermskur gæti annað tveggja átt við mann frá Armeníu, einsog löngum
hefur verið talið, eða frá Ermlandi því við austanvert Eystrasalt, sem getið er
á nokkrum stöðum í fornritum.22
En þetta skiptir ekki miklu máli í þessu sambandi. Hvort sem þessir farand-
biskupar voru frá núverandi Grikklandi, Póllandi eða Úkraínu, hafa þeir vís-
ast tilheyrt Austurvegskirkjunni á þessum tíma og þar með þekkt skírnarhátíð
Jesú Krists sem dag hinna heilögu Ijósa.
Vel má því vera, að með þeim hafi þetta heiti skírnarhátíðarinnar borist inn
og fest í íslensku máli. Einnig er hugsanlegt, að orðið hafi borist hingað með
Væringjum, sem verið höfðu í Miklagarði eða annarsstaðar i Austurvegi. En
til þess að allt komi heim og saman, verður þá einnig að gera ráð fyrir því, að
íslenska kirkjan hafi verið ein þeirra deilda, sem fluttu minningu skírnarinnar
frá 6. janúar til hins 13., hvenær sem það hefur skeð.
Af einni heimild a.m.k. virðist mega ráða, að sá háttur hafi hér verið á
hafður um eitthvert skeið fyrir siðaskipti, en þá verið breytt til. Svo segir í Al-
þingissamþykkt um helgidagahald, líklega frá 1552:
Skírnarhátíð Christi, sem haldast skal á þann sunnudag, sem vér plögum að
kaila föstuinngang, og skal prédika af guðspjalli, sem lesið er á geisladaginn.
En samkvæmt áðurnefndum nýsamræmdum reglunt katólsku kirkjunnar er
þann 13. janúar einmitt prédikað af Jóhannesarguðspjalli, 1, 29-34, um skírn
Krists í Jórdan.23
Tilvísanir
1 Fyrsta íslenska almanakið er prentað framan við Bœnabók, Hólum 1576. Eina varðveitta
eintak hennar er í Hamburger Staats-und Universitáts-Bibliothek. Næstu almanök (cal-
endarium, rím) eru frá Hólum 1597 og 1671, Skálholti 1692, Hólum 1707,
Kaupmannahöfn 1739 og Beitistöðum 1817. En frá 1837 hefur íslenskt almanak kontið út
árlega.
2 AM 624, 4to. Alfræði íslenzk 11. Rímtöl. Kobenhavn 1914-16, bls. 199.
3 ísienzkt fornbréfasafn II. 448, 812, 849; III. 661; IV. 624; V. 23, 275, 282, 471, 652;
VI. 96, 340-41; IX. 762. — Islandske originaldiplomer indtil 1450. Kobenhavn 1963, bls.
75, 77, 123, 266, 350. (Editiones Arnamagnæanæ, Series A. vol. 7). — Byskupa sögur. 2.
hæfte. Kobenhavn 1978. Þorláks saga B, bls. 319. (Editiones Arnamagnæanæ, Series A.
vol. 13,2). — Laurentius saga biskups. Reykjavík 1969, bls. 134. (Rit Handritastofnunar
lslands III.). — Biskupa sögur I. Kaupmannahöfn 1858. Guðmundar saga biskups hin
elzta, bls. 444, 477. — Sturlunga saga. Reykjavík 1946. I 154 (Prestssaga Guðmundar góða),
325, 342, 512 (íslendinga saga), II 142 (Þorgils saga skarða). Sbr. Sturlunga saga. Koben-
havn og Kristiania 1906-1911. I. 261, 399, 422; II. 170, 233. — íslenzkar ártíðaskrár.
Kaupmannahöfn 1893-96, bls. 115.
4 Grágás. Konungsbók. Fyrri deild. Kaupmannahöfn 1852, bls. 30
Staðarhólsbók. Kjobenhavn 1879, bls. 38.
Skálhóltsbók. Kjobenhavn 1883, bls. 32.