Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 47
MJOLL SNÆSDOTTIR ANNA Á MIG Um snældusnúð frá Stóruborg í landi Stóruborgar í Austur-Eyjafjallahreppi stendur stór bæjarhóll niðri við sjó. Þetta er hið gamla bæjarstæði Stóruborgar. Bærinn var fluttur lengra til austurs og fjær sjó um 1840, en þá voru sjór og sandur teknir að gerast mjög nærgöngulir við gamla bæjarstæðið. Tvær ár, Bakkakotsá og Kaldaklifsá, falla til sjávar við hólinn. Báðar árnar og sjórinn hafa eytt af hólnum síðustu áratugi og eru enn að. Þórður Tómas- son safnvörður í Skógum hefur um fjölda ára fylgst með Stóruborgarhólnum og safnað upplýsingum um hann og munum sem sjórinn losar úr honum og kastar upp á sandinn kringum hann í stórbrimunr á vetrum. Er nú mikið safn hluta frá Stóruborg varðveitt í byggðasafninu í Skógum. Sigurður Björgvins- son bóndi á Stóruborg hefur einnig bjargað munum sem borist hafa á fjörur kringum hólinn. Árið 1978 hófst uppgröftur á vegum Þjóðminjasafnsins á Stóruborg og hef- ur nú verið grafið þar í þrjú sumur. Enn er mikið verk óunnið, en þó erfitt að sjá hversu mikið. Fyrsta sumarið, 1978, var aðallega grafið í kirkjugarði og kirkjustæði suð- austan í hólnum, en kirkja var á Stóruborg til um 1700. Lítið var eftir af henni 1978, en mátti þó glöggt sjá, hvar hún hafði staðið. Sumarið 1979 var byrjað að grafa uppi á bæjarhólnum sjálfum og voru könnuð nokkur hús, líklega frá 18. öld. (Yngsta byggingarskeiðið virðist vanta). I bæjarhólnum eru skilyrði góð til varðveislu muna og fannst yfir 500 muna þetta ár. Sumarið 1980 var grafið áfram í bæjarstæði Stóruborgar. Eins og fyrr fannst mikill fjöldi muna og eru skráðir fundir frá þessu sumri 860 að tölu. Grafið var í gegnum þykk gólflög með miklu af beinum og ýmiss konar smá- hlutum. Mikið var af stöfum úr margskonar ílátum, tunnum, fötum og bytt- um. Einnig fundust fjölmargir hnífar, leirpottabrot og ýmsir smámunir úr tré, beini og járni. Algengt var að yfir 20 hlutir fyndust á dag. Miðvikudagurinn 27. ágúst var síst nokkur undantekning, og eru 34 hlutir skráðir í fundabók við þá dagsetningu. En þennan dag gerðust þau tíðindi að einn grafarinn, Inga Lára Baldvinsdóttir, dró fram úr þykku gólflagi heila snældu, bæði hala og snúð og sat snúðurinn á halanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.