Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 47
MJOLL SNÆSDOTTIR
ANNA Á MIG
Um snældusnúð frá Stóruborg
í landi Stóruborgar í Austur-Eyjafjallahreppi stendur stór bæjarhóll niðri
við sjó. Þetta er hið gamla bæjarstæði Stóruborgar. Bærinn var fluttur lengra
til austurs og fjær sjó um 1840, en þá voru sjór og sandur teknir að gerast
mjög nærgöngulir við gamla bæjarstæðið.
Tvær ár, Bakkakotsá og Kaldaklifsá, falla til sjávar við hólinn. Báðar árnar
og sjórinn hafa eytt af hólnum síðustu áratugi og eru enn að. Þórður Tómas-
son safnvörður í Skógum hefur um fjölda ára fylgst með Stóruborgarhólnum
og safnað upplýsingum um hann og munum sem sjórinn losar úr honum og
kastar upp á sandinn kringum hann í stórbrimunr á vetrum. Er nú mikið safn
hluta frá Stóruborg varðveitt í byggðasafninu í Skógum. Sigurður Björgvins-
son bóndi á Stóruborg hefur einnig bjargað munum sem borist hafa á fjörur
kringum hólinn.
Árið 1978 hófst uppgröftur á vegum Þjóðminjasafnsins á Stóruborg og hef-
ur nú verið grafið þar í þrjú sumur. Enn er mikið verk óunnið, en þó erfitt að
sjá hversu mikið.
Fyrsta sumarið, 1978, var aðallega grafið í kirkjugarði og kirkjustæði suð-
austan í hólnum, en kirkja var á Stóruborg til um 1700. Lítið var eftir af henni
1978, en mátti þó glöggt sjá, hvar hún hafði staðið. Sumarið 1979 var byrjað
að grafa uppi á bæjarhólnum sjálfum og voru könnuð nokkur hús, líklega frá
18. öld. (Yngsta byggingarskeiðið virðist vanta). I bæjarhólnum eru skilyrði
góð til varðveislu muna og fannst yfir 500 muna þetta ár.
Sumarið 1980 var grafið áfram í bæjarstæði Stóruborgar. Eins og fyrr
fannst mikill fjöldi muna og eru skráðir fundir frá þessu sumri 860 að tölu.
Grafið var í gegnum þykk gólflög með miklu af beinum og ýmiss konar smá-
hlutum. Mikið var af stöfum úr margskonar ílátum, tunnum, fötum og bytt-
um. Einnig fundust fjölmargir hnífar, leirpottabrot og ýmsir smámunir úr tré,
beini og járni. Algengt var að yfir 20 hlutir fyndust á dag.
Miðvikudagurinn 27. ágúst var síst nokkur undantekning, og eru 34 hlutir
skráðir í fundabók við þá dagsetningu. En þennan dag gerðust þau tíðindi að
einn grafarinn, Inga Lára Baldvinsdóttir, dró fram úr þykku gólflagi heila
snældu, bæði hala og snúð og sat snúðurinn á halanum.