Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Snælduhalinn virðist vera úr furu. Á efri enda
hans er lítill járnkrókur (hnokki) og er skáskorið
af þeim enda á eina hlið til að auðvelda bandinu
að renna. Snælduhalinn er 28.7 sm langur, en
brotið er af hinum mjórri enda hans. Óvíst er þó
að hann hafi verið miklu lengri, þeir þrír heilu
snælduhalar sem fundust á Stóruborg 1980 voru
27.0, 37.5 og 39.0 sm að lengd. Alls fundust 11
snælduhalar sumarið 1980, eða brot úr þeim, að
þeim frátöldum sem hér er lýst.
Snældusnúðurinn er 6.2 sm í þvermál og mest
þykkt hans 2.7 sm. Hann er úr birki. Snúðurinn
er ekki heill. Annarsvegar hefur hann verið
skaddaður áður en hann grófst í sorp á gólfinu,
og hinsvegar er á honum dálítið sár, þar sem
skófla hefur rekist í hann áður en hann var graf-
inn fram. Viðurinn i honum var orðinn mjög
meyr og varð að sýna mestu gætni við að þvo af
honum moldina.
Áður hafa fundist snældusnúðar á Stóruborg.
Sumarið 1979 fundust tveir, báðir úr tré með lít-
ilsháttar skrautverki. Sumarið 1980 fundust 4
snældusnúðar að þeim undanskildum sem hér um
ræðir. Einn þeirra var úr beini og þrír úr tré.
Beinsnúðurinn og tveir trésnúðanna voru með
öllu skrautlausir, en þriðji trésnúðurinn skreyttur
sex sammiðja hringum. Snældusnúður sá sem hér
er lýst er mun meira skreyttur og meira verk á
honum en þeim er áður hafa fundist á Stóruborg.
Bæði er á honum áletrun og annað skrautverk.
Efst á snúðnum, kringum gatið fyrir snældu-
halann, eru tvær skorur í hring með skástrikum á
milli, þannig að líkist snúnum kaðli. Utan (neðan)
við þetta band er sú skreytingin sem mest fer
fyrir. Það er jurtarteinungur með hliðargreinum
sem vefjast upp og enda í þremur blöðum, og er
miðblaðið stærst. Teinungur þessi hefur náð
hringinn í kringum snældusnúðinn, en þar fyrir
neðan eða utan er einföld flétta, gerð úr tveimur
þáttum. Neðan við hana hefur verið leturband