Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 55
59
VEGGSKÁPURINN ÚR JÖRFAKIRKJU
niðurúr, en fremri hlutinn er blindgeirnegldur — geirungsskorið saman.
Bendir þetta til að skápurinn hafi að tveimur þriðju verið felldur inn í vegg-
þiljur (innlæstur). Til þess svarar það líka, að bak er neglt aftan á bol. Framan
á bolnum er rammi, sléttur við að utan, 10 sm breiður og 1,2 sm þykkur og
myndar hann hurðargatið. Framan á þessum ramma og 1 sm útfyrir á hvern
veg er skrautlisti 5 x 2,5 sm, strikaður á brúnum og kubbakambur eftir miðju,
kubbar og bil 2,1 x 2,1 sm. Hurð er yfirfelld, rammi 5 x 2,5 sm, strikaður á
brúnum og hvæling á miðju, slétt spjald nótað í. Utaná spjaldmiðjunni er fjöl
18,5 x 36 sm, 1 sm þykk, og er hvælt úr hornum sem svarar fjórðungi úr
hring, 10 sm í þvermál. Það sem ekki er geirneglt hefur allt verið neglt með
trénöglum.
Að framan hefur skápurinn verið málaður svartur, nema annarhvor kubbur
á kubbskambinum á útbrúnalistanum rauður og hvæling eftir miðjum hurð-
arramma rauð. Einnig er tígull framan á miðri hurð 9 x 9 sm málaður rauður
og snúa skörpu hornin upp og niður. Hliðar eru rauðmálaðar.
Þjóðminjavörður telur að ekki fyrirfinnist veggskápar úr kirkjum á söfnum
hér á landi, og gæti því skápurinn úr Jörfakirkju verið sá eini sinnar tegundar
varðveittur.