Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 56
Refilsaumaö altarisklœði úr Hóladómkirkju, sennilega verk Helgu Sigurðardóllur, fylgikonu
Jóns biskups Arasonar, eða unnið undir handarjaðri hennar, snemma á 16. öld.
HÖRt)UR ÁGÚSTSSON
AF MINNISBLÖÐUM MÁLARA
1. Fundin mynd af fonti
Gaman væri að fá léða setningu Jónasar í upphafi þessa máls, ofurlítið
breytta. Lesari góður, sérðu það sem ég sé — eða sá fyrir nokkrum árum.
Oftlega hefur mér orðið reikað um salarkynni Þjóðminjasafns íslands, með
ánægju virt fyrir mér sjónmenntaarf þjóðarinnar, skoðað og notið, hugleitt
og endurmetið. Andlega fyllingu köllum við það. Þá ber við að sjónin glæðist,
eitthvað birtist sem var hulið áður. Undarleg er sjónin. Stundum horfir maður
en sér ekki. Til þess að sjá í raun þarf skilningurinn að koma til. Þekkingin
einnig, e.t.v. einhver smá skammtur af hugsæi.
Já oft er ég búinn að horfa á altarisklæðið góða úr Hólakirkju, eitt magn-
aðasta verk íslenskra síðmiðalda. Fremsti textílfræðingur okkar, hún Elsa E.
Guðjónsson, hefur reyndar nýlega frætt okkur á því að klæðið sé frá öðrum
fjórðungi 16. aldar, að líkindum gert af Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu