Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 57
61
AI- MINNISBLÖÐUM MÁLARA
Hluti altarisklœðisins frú Hólum, úr neðra horni
til hcegri, sjcí heildarmynd.
Skírnarfontur úr tré, úr Rollag kirkju í Noregi.
Eftir Roar Hauglid, Norske stavkirker II.
Jóns biskups Arasonar.1 Á klæðinu eru þeir biskuparnir Guðmundur Arason
góði, Jón Ögmundsson helgi og Þorlákur Þórhallsson helgi í fullum skrúða
með engla sér við hlið, sveiflandi reykelsiskerum og haldandi á krismabuðk.
Það er búið að segja okkur frá skrúða þeirra, skóm, mítri, staf og stólu, hökl-
um, serk, handlíni og hönskum. Á eitt hefur þó aldrei verið minnst. Á hverju
stendur engillinn hægra megin í myndinni? í einni ferðinni inn í miðalda-
kirkjudeildina verður mér sem oftar numið staðar fyrir framan Hólaklæðið.
Skyndilega fannst mér sem séð hefði ég einhversstaðar slíkan hlut sem engill-
inn stendur á. í rauninni á ég Roar Hauglid það að þakka. í hinu mikla yfir-
litsverki hans um norskar stafkirkjur og innanbúnað þeirra eru m.a. myndir
af fornum skírnarfontum. Tökum t.d. 357. og 358. mynd í seinna bindinu sem
ber undirtitilinn „Dekor og utstyr.”2 Eru ekki þessir fontar úr tré einkenni-
lega líkir hlutnum sem engillinn annar stendur á? Gæti maður ekki ímyndað
sér að Helga Sigurðardóttir hefði haft slíkan font í huga þegar hún skóp verk
sitt? Keila á hvolfi mætir annarri í hnúð eða bandi, sjálfar höggnar kíldum
förum. Myndlist Helgu er af ætt miðalda þar sem hlutgerving er í lágmarki.
Fontsmyndin í klæði hennar er því langt í frá að vera nákvæm eftirlíking.
Nógu mikið segir hún samt til þess að láta okkur renna í grun hvers kyns er.