Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mismunandi brattar e.t.v. íbjúgar keilur mætast í hnúð. Dökku línurnar á
rauða grunninum virðast vera ómur af skorum eða förum líkt og á norsku
fontunum. Hinsvegar vantar fontslokið af eðlilegum ástæðum.
Eins og gefur að skilja hefur Hóladómkirkju aldrei vantað skírnarfont. Má
í þvi efni vísa til bókar Guðbrands Jónssonar: Dómkirkjan á Hólum í Hjalta-
dal, þar sem hann telur fram mörg dæmi úr fornbréfum.3 Fyrirmynda var því
ekki vant.
Þangað til annað sannast í þessu máli lít ég svo á að hér sé fundin mynd af
íslenskum miðalda skírnarfonti, sú eina sem mér er kunnugt um.
2. Smeltur kross á flakki
Halldór Laxness vatt eitt sinn skemmtilega uppá fræga setningu úr frægri
bók. Leitið og þér munið finna allt annað en þér leituðuð að. Mér kom þetta
snjallræði Halldórs í hug í fyrra er ég var að leita í skjalagögnum Mosfells-
kirkju í Grimsnesi. Vegna viðgerðar á kirkjunni og alls þess umstangs sem því
fylgir reyndi ég að kanna sögu hennar, einnig þeirra kirkna er á undan henni
höfðu staðið og augum varð á komið í rituðum heimildum. Framar öllu var
leitað í vísitasíugjörðum prófasta og biskupa. Nú, nú, þetta er töluvert verk
og tíminn alltaf naumur. Maður les því oftast það í textanum er húsin varðar.
Engu að síður er augunum gjóað á staði í textanum af einskærri forvitni. Einn
daginn slæddist inn í ytra svið sjónarinnar setning, rituð með settlegri hendi
Jóns í Villingaholti, sem vakti óskipta athygli: „Krossmark smelt yfir altari,
vanséð hvort ekki er komið úr Skálholti. Cristall í hvorju horni bæði bak og
brjóst. Vill biskupinn það kaupa fyrir annað þarflegt kirkjunni svo dómkirkj-
an hafi sitt. Gjörðu þeir biskupinn M: Brynjólfur Sveinsson og séra Salómon
Jónsson það kaup sín á milli kirknanna vegna að presturinn fékk biskupinum
þann smeltan kross sem yfir altari var en biskupinn lofaði séra Salómoni aftur
þremur aurum silfurs, 90 álnir að landsaurum, kirkjunni til ornamenta og það
afgreiðist innan Michelsmessu 1642 og biskupinn taki kvittantiu hér í þersi
bók handskriftaða af séra Salómoni og tveimur ærlegum vottum.”4
Vissulega var þetta forvitnilegt, en gat legið milli hluta ef annað hefði ekki
komið til. Litlu seinna gekk ég á vit annars biskups, Þórðar Þorlákssonar.
Árið 1679 er hann á Mosfelli og lætur rita í bók sína: „Krossmark smelt yfir
altari með Crystall í hvorju horni, bæði bak og brjóst, hefur biskupinn M.
Brynjólfur sál. Sveinsson til sín tekið og kirkjunni aftur innt 3 Ríksdali því af
hans meining merkist verið hafa að sama krossmark muni hafa tilheyrt Skál-
holtsdómkirkju. Er nú þetta krossmark í Tungufelli eftir biskupsins M. Þórð-
ar Þorlákssonar meiningu.”5 Sá frægi Tungufellskross, kenndur við Tungu-
fell í Hreppum (Þjms. 7032), er þá ættaður úr Skálholtsdómkirkju eftir allt