Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 64
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
augu: „Þetta eftirskrifað hefur biskupinn sálugi herra Þorlákur Skúlason gef-
ið til kirkjunnar:” Siðan er talið upp rykkilin, silkidúkar í vængi við altari,
altarisdúkur, koparstjaki og „sömuleiðis tillagði og gaf sá sálugi herra til
kirkjunnar prédikunarstól sem kostað hafði 22 ríkisdali.” Að lokum er talið
krossmark yfir kórdyrum. Síðan segir að „fyrirskrifaður prédikunarstóll með
krossmarkinu” skyldi ,,koma fyrir hans legstað, hans kvinnu (þegar Guð léti
þess auðið verða) og þeirra barna.”19
Orð þessi eru tekin úr úttekt Hólastóls árið 1657, þegar sonur Þorláks, Gísli
biskup Þorláksson, er að taka við staðnum. í úttektinni eftir lát Gísla biskups
1685 segir svo: „Útlenskur prédikunarstóll, allur úthöggvinn og málaður, gef-
inn af sál. herra Þorláki Skúlasyni, item himinn þar yfir, vandaður, tillagður
af herra Gísla Þorlákssyni.”20 Þetta er svo endurtekið í úttekt 1692 og kostn-
aðar einnig getið.21 Himninum sem Gísli biskup gaf er svo lýst í úttektum allar
götur fram að því að Halldórukirkja er ofan tekin. Hér rekst hvaðeina á ann-
ars horn. Því má spyrja hvað veldur.
Jón Vídalín konsúll og kaupmaður fékk stólinn úr Fagraneskirkju en hún er
lögð niður 1880. Að vondri venju hefur konsúllinn látið hreinsa hann upp,
skafa hverja örðu og körtu af litaprýði burtu.
Árið 1764 stendur nýgjörð kirkja í Fagranesi. Að vanda kemur prófastur í
heimsókn, tekur út smíðina og lýsir kirkjunni og gripum hennar vandlega.
Prédikunarstólinn segir hann vera: „úr þeirri gömlu dómkirkju með snikk- og
bíldhúggerverki gylltur og farvaður. Honum fylgir og farvaður himinn af
samslags verki.”22 Himinn Gísla biskups hefur því fylgt stólnum í Fagranes en
Jón konsúll ekki hirt um að taka hann með. Vafalítið eru ummæli prófasts
rétt. Árið 1759 er hann í Fagranesi og lýsir fallinni kirkju og úrsérgengnum
prédikunarstól. Hann minnist ekkert á að himinn fylgi eða að stóllinn sé frá-
sagnarverður að öðru leyti en því að hann „er farinn að gisna og ganga af
nöglunum.”23 Nú er Halldórukirkja tekin niður 1757. Hvar var stóllinn á
meðan? Á Hólum?
Þór Magnússon þjóðminjavörður benti mér á gagn í málinu er varpað gæti
Ijósi á þetta atriði. Valtýr Stefánsson ritaði Matthíasi Þórðarsyni bréf frá Ak-
ureyri 22. febrúar 1915, þar sem hann er að lýsa fyrir Matthíasi ýmsu því er
fyrir augu bar í Skagafirði sumarið áður og vakti áhuga hans. M.a. minnist
hann á bænhúsið í Gröf, spyr hvort Matthías hafi séð það, segir það „býsna
óhaggað” og bætir svo við: „Þar var og á flækingi prédikunarstóll sem var
kostulegur — að mér fannst — af því hann var svo ómerkilegur. Sá fyrri pré-
dikunarstóll gefinn þaðan einhverntíma að Fagranesi.”24 Hefur þá stóllinn
verið í Gröf frá 1757 til 1764? Einhverjar sagnir hafa verið á kreiki í Gröf um
að svo hafi verið. Hinsvegar er á orðum Valtýs að skilja að stóllinn sé í upp-
hafi þaðan ættaður en nefnir ekki á nafn Hóladómkirkju. „Sá fyrri prédikun-