Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 67
AFMINNISBLÖÐUM MÁLARA
71
skot og meiningin sú að Benedikt hafi tekið við 12 ríkisdölum í Hamborg en
Brandur átt að fá þá hér heima? Hvað sem öllu líður eru þrjú lykilorð sem
skipta máli, Benedikt, Brandur, Hamborg. Hefur stóllinn verið sendur í við-
gerð til Brands skipasmiðs? Er hann hér á landi við verkið eða í Hamborg? Er
Brandur milligöngumaður í málinu, sendir stólinn til Hamborgar til Benedikts
sem svo hefur komið honum í viðgerð? Hver getur svarað því?
Til þess að öllu réttlæti sé framfylgt er best að snúa sér aftur til skýrslu um
Vídalínssafn, sem Friðrik Á. Brekkan skráði. Hann hefur þekkt klausuna
fyrrnefndu um gjöf Þorláks biskups Skúlasonar. Skýring hans á þessu ósam-
ræmi milli ártals stólsins og gjafar biskups „virðist vera sú, — þar sem ekki er
ástæða til að rengja aldur stólsins eins og ártalið á honum segir til um — að
Guðbrandur biskup hafi gert stólinn (eða látið gera hann) 1594, og hafi hann
verið talinn einkaeign biskups og erfingja hans, þangað til Þorlákur biskup
eignast hann og afhendir hann kirkjunni.”33 Löngu seinna er innan sviga sett
þessi setning: „Samkvæmt áliti dr. M.Þ. nú, mun stóllinn gerður i Hamborg
fyrir Guðbrand, og meistarinn hefur þá haft mynd biskups fyrir sér.” Engin
skýring eða rök eru færð frekara fyrir þessari skoðun hans. Einhverntíma í
góðu tómi væri forvitnilegt að reyna að hafa upp á þessum meistara og
rannsaka listsögulega stöðu stólsins, sem Friðrik Brekkan fullyrðir réttilega
að ,,sé einn af merkustu og bestu gripum Þjóðminjasafnsins.”
Heimildaskrá
1. Elsa E. Guðjónsson: Hannyrðir Helgu Sigurðardóttur, Árbók hins ísl. fornleifafélags
1979.
2. Roar Hauglid: Norske stavkirker: Dekor og utstyr. Oslo 1973, bls. 408-14 og 357, myndir
358, 359, 360 og 361.
3. Guðbrandur Jónsson: Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal. Safn tilsögu Islands V, Reykja-
vík 1915-29, bls. 350-54.
4. Þjóðskjalasafn íslands (hér eftir skammstafað Þjskjs.), Bps. A, 11, 10, bl. 2.
5. Þjskjs., Bps. A, 11, 11, bls. 328.
6. ísl. fornbréfasafn XV, bls. 646.
7. AM 66a 8vo, bls. 12b-14a.
8. Þjskjs., Bps. A, 11, 7, bl. 234.
9. isl. fornbréfasafn XV, bls. 649.
10. Þjskjs., Bps. A, II, 14, bl. 195-196.
11. Þjskjs., Bps. A, II, 14, bl. 11 71.
12. Þjskjs., Kirknas.
13. Sama heimild.
14. Ellen Marie Mageroy: Planteornamentikken i islandsk treskurd. Bibliotheca Arnamagnœ-
ana , Supplementum Vol. V, bls. 111-12.
15. Hörður Ágústsson: Fornir húsaviðir í Hólum, Árbók hins ísl. fornleifafélags 1978, bls.
48.