Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Gildra á Gildruholti undir Hafnarfjalli. Fremsta þakhellan sést glöggt. Ljósm. Þór Magnússon.
Til eru gamlar lýsingar af grjótgildrum þar sem hvatt er til að bændur útbúi
þær til refaveiða. Elsta og jafnframt gleggsta lýsing þeirra er í Atla, riti Björns
Halldórssonar í Sauðlauksdal, fyrst pr. í Hrappsey 1780.4 Þar segir, að dýra-
bogar leggist nú mjög af, en bóndi veitir Atla þarna nákvæma fyrirsögn um,
hversu hann skuli útbúa gildrur sínar. Er lýsingin í rauninni nákvæmlega hin
sama og hér mun brátt skýrt frá, en gert er ráð fyrir að hellan, sem lokar
munnanum, sé krossbundin eða með gati, til að hún hlaupi niður í réttri
andrá.
í Lærdómslistafélagsritunum, XII b. 1792, er grein um refaveiðar eftir
Þórð Þorkelsson.5 Hann nefnir grjótgildrurnar en lýsir þeim ekki, þar sem
þeim sé lýst í Atla og efast hann jafnvel um gagnsemi þeirra. Víða i 19. aldar
ritum eru greinar og leiðbeiningar um refaveiðar og má t.d. nefna grein í
Reykjavíkurpóstinum 18486 þar sem segir, að slíkar grjótgildrur hafi verið
víða tíðkaðar fyrrum en nær enginn beri nú við að nota þær. Þar segir einnig,