Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 73
HRAFNAHREKKURINN
77
Refagildra á Leifsstaðabjörgum, Öxarfjarðarhr., N.-Þing. — Ljósm. Óskar Sigvaldason, 1969.
honum stór grjóthrúga. — í Hegranesi í Skagafjarðarsýslu eru sjáanlegar
rústir af refagildrum á nokkrum stöðum og þar eru örnefni eins og Gildrumel-
ur og Byrgisskarð og Byrgismelur, sem talin eru til komin vegna gildranna.
Hjá Hróarsdal í Hegranesi eru leifar gildru, sem talin er gerð af Benedikt
Vilhjálmssyni bónda þar (d. 1825), en síðast notaði hana Jónas bóndi Jónsson
í Hróarsdal um 1870, og er allgóð lýsing á veiðiaðferðinni höfð eftir honum.
— I Öxarfirði eru þekktar leifar slíkra gildra og ein mjög heil er á Leifsstaða-
björgum þar í sveit. Hún er óvenjustór og eins og endi í húsi innst. Á Gildru-
nefi í landi Austara-lands í Öxarfirði var einnig heil gildra, en hún var höfð í
vörðu á þessari öld. — Skammt frá Dagverðargerði í Fellum er örnefnið
Gildrumell ( = melur) og þar er grjótrúst á. — Fram undan Hoffelli í Nesjum
er Gildrasker og upp frá Skaftafelli, í heiðinni, er örnefnið Gildra. Leifar
hennar sjást enn og virðist hún hafa verið borghlaðin með opi í toppi. Einnig
eru hleðslur í Ingólfshöfða, sem virðast vera grjótgildrur. — Á hraungarði
vestan við Selatanga eru nokkrar hlaðnar refagildrur og hjá Grindavík er rúst
af gildru.9
Greinilegt er af lýsingum þeirra, sem upplýsingar hafa gefið um gildrur
þessar, að þær eru flestar af sömu gerð, úr allstóru grjóti, aflangar og munn-
inn látinn snúa undan veðurátt.