Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Einn heimildarmaður greinir frá slíkri gildru úr tré, aflöngum tréstokki um
3 álnir á lengd og voru lok við báða enda og rann annað fyrir er refurinn var
kominn inn í stokkinn, en grjóti var hlaðið umhverfis stokkinn svo að minna
bæri á honum utan frá séð. — Ég minnist þess, að í ungdæmi mínu sá ég tvo
slíka stokka í skemmuhúsi í Kirkjuhvammi í Vestur-Húnavatnssýslu, sem þá
var kominn í eyði. Þeir voru litlir og greinilega ætlaðir fyrir yrðlinga. Spegill
var festur innan á botninn en skálok hins vegar og gormur og vírútbúnaður
sem felldi lokið niður þegar yrðlingurinn var kominn í. Skrifaður leiðarvísir
fylgdi og minnir mig, að gildrurnar ætti að setja við grensmunna til að ná í
þær yrðlingunum eftir að búið var að vinna fullorðnu dýrin.
Gildran á Húsafelli hjá Hörgsholti sýnir vel, svo sem fyrr segir, hversu slík-
ar gildrur voru gerðar í meginatriðum, og skal henni því lýst nánar, jafnframt
því sem teikningar og ljósmyndir skýra enn betur gerð þeirra.
Gildran er hlaðin efst á klettakambinum og lítur út til að sjá eins og grjót-
hrúga. Hefur hún áreiðanlega alla tíð verið mjög áberandi og er svo um aðrar
þær gildrur, sem ég hefi séð og hefur greinilega ekki verið reynt að fela þær
eða hylja þær jarðvegi. Hefur verið leitast við að hafa gildrurnar þar sem hátt
bar svo að þær færu ekki á kaf í snjó og mestu máli skipti, að þær væru þar
sem refir fóru um í ætisleit á vetrum, en gildruveiðar munu einkum hafa verið
stundaðar að vetrarlagi.
Húsafell er hár klettakambur, svo sem fyrr segir, og grjótmelur víðast hvar
á kambinum. Þarna eru víða slíkir klettakambar og hefur verið ákjósanlegt að
hlaða gildrur þar. Hörgsholt, sem er fyrir skömmu komið í eyði, er með efstu
bæjum í sveitinni, en ofar mun Kaldbakur aðeins í byggð nú. Má geta þess
hér, að þaðan er nú stunduð refaveiði á vetrum í allnokkrum mæli.
Gildran á Húsafelli er þannig gerð, að á klappirnar hefur verið hlaðið stór-
um steinum, sem sumir eru vel meðalmannstak. Eru þrír steinar í röð hvorum
megin og milli þeirra um 30 srn bil, en fyrir enda tveir steinar. Þannig mynd-
ast eins konar gangur, um 150 sm langur, sem er opinn í þann enda sem í
norður snýr, og þar er munninn, sem lágfótu hefur verið ætlað að fara inn
um. Ofan á grjótganginum eru síðan aðrir stórir steinar, sem mynda þak.
Síðan hafa allar glufur og op verið þéttuð með minni steinum og gengið svo
frá, að sem minnst op væru á gildrunni nema munninn.
Milli tveggja fremstu steinanna í þakinu er nokkur glufa. Þar hefur verið
skorðað allvænt hellublað, sem enn lá hjá gildrunni, um 20 sm breitt neðst og
um 30 sm hátt, og gegnum það er klappað smágat ofarlega. í gatinu hefur ver-
ið trétittur, sem legið hefur milli þaksteinanna og hellan þannig hangið uppi. I
tittinn var síðan bundið snæri, sem lá ofan á gildrunni og niður í hana aftast,
hinn endinn bundinn í agnið, sem væntanlega hefur tíðast verið kjötbiti. Lá
agnið innst í gildrunni og var nú útbúnaðurinn þannig, að þegar tófan skreið