Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Grjólgildran á Húsafelli hjá Hörgsholti, séð til suð-austurs, munninn til vinstri, mót norðri.
Ljósm. Þór Magnússon, 1967.
inn í gildruna og glefsaði í agnið og dró það til sín, kipptist titturinn úr gatinu
og hellan rann niður. Rýmið í sjálfri gildrunni hefur verið við það miðað, að
tófan kæmist mátulega fyrir en gæti ekki snúið sér við. Þannig átti hún erfitt
með hreyfingar og gat með engu móti komist út aftur, enda var hún nú auð-
unnin í gildrunni, t.d. með broddstaf, sem lagt var inn á milli steinanna.
Gildra af þessari gerð er í rauninni einföld, en talsverða nákvæmni hefur
þurft til að stilla helluna svo vel af, að hún rynni auðveldlega niður og skorð-
aðist og lokaði refinn inni. Er líklegt, að gildrur þessar hafi verið misvel veiðn-
ar, enda er lágfóta kæn og hvekkist auðveldlega og er vör um sig, ekki síst ef
hún finnur mannaþef af agninu. En í hörðum árum, þegar sultur svarf að,
hefur svengdin orðið tortryggninni yfirsterkari.
Þessi gildra er hin eina, þar sem ég veit til að hellan hafi verið með gati fyrir
trétitt. Annars hefur hellan yfirleitt verið krossbundin, samkvæmt þeim
lýsingum, sem síðar verður getið, og lykkju á hinum enda bandsins bundið um