Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 80
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þar sem þeir sitja og vitnar með mörgum og fölskum orðum til fornrar vin-
áttu. Kveðst hún hafa dregið til þeirra mat, egg og silung, þegar þeir voru ung-
ir í hreiðri og foreldrarnir víðs fjarri að afla matar handa þeim, og þannig hafi
hún forðað þeim frá hungri. Biður hún nú krummana launa sér og gefa sér af
krásunum.
Hrafnar segjast vilja launa henni hjálpina, enda sé „engin kurt, að bregðast
þeim, sem bjargað áður hefir.” Vilja þeir segja henni, hvar krásirnar séu
geymdar ef hún láti enga lifandi veru vita um uppljóstrun þeirra, og muni hún
þá enn oftar fá ætan bita. Tófa lofar því, enda ber hún við sönnum og kristi-
legum heiðarleik sínum.
„Tófa talar af létta,
taki mig, sagði hún, Belzibub,
ef ég skal yður pretta
svo yðar breytni komist upp.
Væri nú hjá mér vitnisburðir mínir,
tvimælin þeir tækju af hér
og trúföst er,
eins og seðillinn sýnir.”
Segja þá hrafnarnir tófunni frá því, að þeir hafi fundið óþrjótandi vistir
uppi á einum urðarmel og viti það enginn á íslandi annar. Kemur hér nú að
lýsingunni á gildrunni, og er hún í rauninni listilega gerð, eins og reyndar ann-
að í kvæðinu:
„Grjót og stórir steinar,
standa að sönnu allt um kring,
um dyr dálitlar einar
daglega skriðum kjöts að bing.
Það veit eg, að þú ef komin værir,
áræðin og orkukná
þeim urðum frá
fallegan bita bærir.”
Bjóðast þeir síðan til að fylgja tófu þangað sem kræsingarnar eru, átta míl-
ur þaðan. ,,Tófa þakkar tilboð ríkt og telur slíkt, glósur gleðilegar.”
Þau halda af stað og undir kvöldið koma þau nærri þeim stað, sem ferðinni
er heitið. En þá segjast hrafnar ekki fara lengra, enda sé tófu kunnugt um, að
þeir séu aldrei á ferli eftir dagsetur. Verði máltíðin því að bíða til morguns.
Síðan leggst tófan fyrir í skúta en hrafnarnir í kletti. Ekki verður henni þó