Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 81
HRAFNAHREKKURINN
85
svefnsamt, heldur skjöktir hún senn á fætur til að forvitnast um, hvar grjót-
melur sá sé sem krummarnir hafa sagt frá. Rennur hún fljótlega á staðinn og
sér
,,hvar gat eða grenismunni
gerður á milli steina er.
Inn þar hleypur athugalaust með skyndi,
hentuga flís í hvopti dró,
en heyrðist þó,
eins og eitthvað hryndi.
Ætlaði út að gægjast,
óttafull um sinnubý,
en þá nam henni ei hægjast,
hurð var komin dyrnar i,
og allt um kring fannst engin minnsta smuga.
Hun ólmaðist með spink óspart
og sparkið hart,
það náði ei neitt að duga.”
Nú víkur sögunni til gildrumanns. Hann klæðist í dögun og þá koma hrafn-
arnir til hans, heilsa honum með virktum uppá latínu og segja:
„Bonus dies, besti vin, þeir mæla,
veiðisteinar vænta þín,
því vargur hrín,
við Fenris festarhæla.”
Brá veiðimaður þá skjótt við og er síðan ekki að spyrja að leikslokum:
„Grimma hitti grenjaslödd,
hún gleymdi rödd,
hei trúi ég fljótt hún fengi.”
Þar með var lágfóta unnin í gildrunni, en krummarnir vildu samt hafa
nokkuð fyrir snúð sinn:
„Nefjar um búkinn báðu,
þá búið væri að taka af skinn,
brátt þá beining þáðu,
bartskera tóku verkfærin
og allan búkinn anatomeruðu.
Kátir sátu að veiddum vörð
og víða um jörð
spottlega spásseruðu.”