Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 82
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Lýkur svo kvæðinu með þessum línum, eftir að höfundur hefur, svo sem
oft var, beðið menn að hneykslast ekki á leirburði sínum:
„Frosta hast hér brýt ég bát
við bylgjumát,
en Brandur á land upp stekkur.”
Hér nefnir höfundur sig með nafni, Brandur, en í efnisyfirliti bókarinnar er
hann nefndur Galdra-Brandur.
Brandur þessi er Guðbrandur Einarsson skáld að Fljótsbakka og síðar á
Narfastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er fæddur 1722 og
talinn dáinn um 1799. Eftir hann eru til rímur og kvæði í handritum og sumt
prentað, og af Hafnahrekknum eru til mörg handrit í Landsbókasafni. Guð-
brandur er sums staðar í heimildum kallaður „Galdra-Brandur” eða
,,Drauga-Brandur” og í erfikvæði er hann sagður hafa verið „stór hugvisku-
maður” og skáld, hagleiksmaður og ,,í bókum uppfræddur.” Hann var
tengdafaðir Þórðar sýslumanns Björnssonar í Garði.10
Kvæðið Hrafnahrekkurinn er greinilega ekki ort í upplýsingarskyni, til að
efla þekkingu manna á refaveiði af þessu tagi eða hvetja til hennar. Hér er
aðeins um að ræða skemmtikvæði, þar sem gráglettni hrafnanna og flærð
tófunnar eru skýrt dregin fram, en samúð höfundar er með hröfnunum, sem
hann lætur ná sér rækilega niðri á tófunni. Er svo að sjá sem höfundur hafi
litla samúð haft með tófunum, bóndi sem sjálfur þurfti að verja fé sitt fyrir
þeim og hefur líkast til sjálfur stundað gildruveiði. Hann hefur þekkt atferli
dýranna og haft gaman af að láta hrafnana, sem mörgum var vel til, leika á
tófuna svo að hún gekk í gildru, væntanlega eins og frumsmiður þess orðtæk-
is hefur sjálfur hugsað sér. En með þessu hefur hann einnig varðveitt býsna
merkilegan heimildarþátt um eitt atriði fornra þjóðhátta.
Eftirmáli
Eftir að grein þessi var fullsamin barst mér í hendur afmælisrit til Sverre
Marstranders prófessors, þar sem Christian Keller birtir grein, Revefeller over
Atlanteren?11 Fjallar hún annars vegar um slíkar gildrur í Noregi og hins veg-
ar einmitt gildrurnar, sem við skoðuðum saman á Grænlandi. Keller skýrir
frá, að í Noregi séu tvær gerðir slíkra gildra, austurnorsk úr tré og vesturnorsk
úr steini eins og hinar grænlensku. Veltir hann síðan fyrir sér, hvort hér sé um
að ræða forna skandinavíska gildrugerð, sem borist hafi til Grænlands á
miðöldum eða hvort um sé að ræða að veiðitækni Eskimóa hafi borist til
Skandinavíu á miðöldum eða síðari tímum.