Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 84
ÞORKELL GRIMSSON STÓLL RAFNS BRANDSSONAR Einhver merkasti gripurinn á Þjóðminjasafni íslands er án efa hinn forni, útskorni stóll frá Grund í Eyjafirði sem þar stendur. Vegna rúnaáletrunar á honum hefur hann oft verið kenndur við Þórunni Jónsdóttur á Grund, dóttur Jóns Arasonar Hólabiskups. Annar stóll, mjög líkur honum, nefndur eftir sama stað, var í eigu bróður hennar, Ara Jónssonar lögmanns í Möðrufelli í Eyjafirði. Sá gripur er nú í Þjóðminjasafni Danmerkur. Báðir þessi stólar voru sendir frá Grund til Kaupmannahafnar árið 1843, látnir í té fornminja- safni Dana, Oldnordisk Museum, og birt um þá skýrsla í tímariti fornritafé- lagsins. Hlutu þeir safnnúmerin 7726 og 7727. Fyrrnefnda stólnum, en hann bar síðara númerið, var svo skilað til íslands árið 1930 ásamt fleiri fornum munum héðan, og fékk hann númerið 10925 á Þjóðminjasafninu. Báðir eru Grundarstólar smíðaðir úr birki að mestu leyti, þeir bera ósvikið yfirbragð fornra húsgagna, eru fremur lágir, all-breiðir, með hornstólpagrind, viðir felldir saman og neglt með nöglum úr tré, kassi er undir setunni, all-djúpur, en nær þó ekki að gólfi, og lok haft ofan á, efri endi stoðanna fjögurra er Iát- inn rísa upp fyrir annað verk, armbríkur eru varla neinar, bakið ofan setu með opinni grind, og þar höfð röð fimm rimla. Mikill og veglegur útskurður prýðir stólana, blasa við heilskornar myndir efst á stoðum en annars staðar er útskurður að mestu lágt upphleyptur, sums staðar er einungis rist, greina má myndir manna, dýra, kynjavera og gripa, jurtaskreyti teygir sig yfir hvern flötinn á fætur öðrum, óhlutlægra atriða gætir nokkuð og mikið er snoturlegra umgerða. Lagið má teljast samhverft í aðalatriðum. Þar eð ekkert skraut er á bakhliðunum virðist líklegt að húsgögn þessi hafi staðið uppi við vegg. Stíllinn er hinn rómanski stíll, sem reynst hefur svo mjög lífseigur í íslenskum handíðum, þó verða greind sterk tengsl við list víkingaaldar, einkum í skrautinu ofan á stólpum, þar sem ormatrjónur rísa, og finna má auk þess nokkur einkenni hins gotneska stíls. Meðfram efri brúninni á bakslá stólsins í Þjóðminjasafni er rist rúnaáletrun í einni línu, þar stendur: „Hústrú Þórunn á stólen en Benedictt Narfa.” Jón Sigurðsson túlkaði áletrunina þannig, skömmu eftir að stóllinn var kominn til Hafnar, að Þórunn sú sem getið er um væri Þórunn Jónsdóttir Arasonar, og hafa menn yfirleitt hallast að því. Áletrunin virðist endaslepp, hefur verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.