Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Kynjadýr, líklega valhrafn, lítil mynd sem skorin er efst á vinstra bakstólpa á stólnum frá Grund í
Þjóðminjasafni. — A fabulous animal, probably valhrafn, small, carved image on back support
at left in the chair from Grund in the National Museum of lceland.
vængjaður og tvífættur, tvö höfuð á og hálsarnir undnir saman, þessi vera,
forn, nefnist amfisbena.
Drekar þekkjast geysi-víða í heimsbyggðinni, þeim skýtur upp aftur í grárri
forneskju, og eru til af þeim ýmsar tegundir. Kveður mjög að drekum í menn-
ingu Norðurlandaþjóða bæði í heiðni og kristni, þar sem þeir hasla sér völl í
sögnum og myndlist, og geymast ríkulegar minjar þessa átrúnaðar á sviði
skipasmíða, húsagerðar, húsgagnagerðar, steinristu og skartgripasmíðar. Oft-
ast tákna drekar vald hins illa, þeir liggja á gulli, en hetjur ganga á hólm við
þá, illska er mjög samkenni drekanna í Vesturasíu, en sumir eru annars eðlis,
og töldust þeir vitrir. Gerður hefur verið greinarmunur á ormum, drekum og
basiliskusdrekum. Nokkuð er þó erfitt að styðjast við slíka skiptingu. Nefna
mætti síðasttalda tegund smákonungsdreka, og skoffín mun vera gamalt,
íslenskt heiti á henni. Eyðimerkursnákur, Lytorhynchus diadema, sem þekkist
m.a. af skrauti ofan á höfði, er sagður stofninn að þessari veru, sem á að vera
fædd úr eggi hana, sjö eða níu ára gamals. Haninn og snákurinn eru fjendur.
í heimildum frá öndverðum miðöldum er gerður greinarmunur á aspis, sem er
útlimalaus slanga, smákonungsdreka, sem er sagður tvífættur, og dreka, og á
drekinn að vera fjórfættur og vængjaður. Er kemur fram á krossferðatímann