Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 95
STOLL RAFNS BRANDSSONAR 99 kistu eða kistli undir setunni. Vert er að hafa í huga að bekkir nefndust stólar langt fram eftir öldum, en reiðustóll var heiti á lausum stól. Um reiðustóla er getið í fornsögunum, bæði Ólafs sögu, Sturlunga sögu, Kjalnesinga sögu og Konráðs sögu. í síðastnefndri sögu er minnst á skraut á húsgagni af þessari gerð, og segir þannig í þessari heimild: ,,Nú gengur hann í höllina og innar eft- ir, unz hann kemur fyrir konung. Reiðustóll stóð fyrir konungi, og voru drekahöfuð á. Þau tóku svo hátt upp, að þau bar hærra en borðið.” í Reallexikon der Germanischen Altertumskunde segir um stóla með ofan- greindu lagi að þeir hafi verið notaðir í stofum jafnt sem kirkjum, í þeim hafi verið geymdir púðar, ábreiður og ýmis gögn af smærra tagi, og beri þeir þess vegna heitið reiðustóll eða reiðistóll. Hjalmar Falk telur að orðið reiðustóll (reiðistóll) merki lausan stól eða bekk sem er búinn eða geymi alls konar reiðu (reiði). Orðið er skýrt á eftirfarandi hátt í norrænuorðabók Fritzners: ,,laus stóll (bekkur) sem hægt er að færa til og setja eftir hentugleikum þar sem menn vilja.” í viðbótarbindi orðabókarinnar leysir önnur skilgreining þessa af hólmi. Má þar lesa um húsgagnið: ,,kistustóll, stóll sem í er rúm fyrir alls konar reiðu, kvk. (= reiði, hvk.), búnað og áhöld.” Merkileg vísbending er í máldaga kirkjunnar að Skarði á Skarðsströnd frá um 1274. Er þar greint frá „kistu reiðu stól.” Verður að draga þá ályktun að Skarðskirkja hafi átt reiðu- stól með kistu. Orðið reiðustóll þekkist í islensku nútímamáli. í orðabók Blöndals er það sagt tákna hægindastól, „Lænestol,” og lesa má um það í orðabók Menningarsjóðs: „reiðustóll, k. hægindastóll, f laus stóll, sem færa má til.” Reiða merkti m.a. „omnia bona,” eins og tekið er fram í skýr- ingum Fritznersorðabókar, sem sagt allt sem verður til hægðarauka. Svo virð- ist sem menn hafi kennt við reiðu færanlega stóla og þægilega. Er án efa órétt- mætt að einskorða þetta heiti við kistustól, hins vegar hefur færanlegur kistu- stóll mátt teljast til þessa flokks. Grundarstólarnir eru samkvæmt þessu reiðu- stólar. Rilaskrá Antiquarisk Tidsskrift, 1843-’45. Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 1917. Bild och betydelse, grein eftir Lennart Karlsson. Die Island-Titr, Peter Paulsen. Fabeldyr og sagnfolk, Bengt Holbek og Iörn Piö. Festskrift for William Nygaard, grein eftir Hjalnrar Falk. íslenzkt fornbréfasafn, II. Konráðs saga, Riddarasögur, III., útg. Guðna Jónssonar. Kulturhistorisk Leksikon, I. Basiliskusdýrið. Ordbog over det gamle norske Sprog, III., IV. Reallexikon der Germanischen Altertumskunde, IV. Saga, 1967, grein eftir Björn Þorsteinsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.