Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 103
USLARÉTTIR
107
4. Uslatóft á Melum. Rétt utan við gamla bæinn á Melum er hár hóll með
brattri og beinni brekku framan i, og heitir hóllinn Hesthúshóll og brekkan
Hesthúsbrekka því að áður var hesthús uppi á hólnum. Svo sem 35 m norður
af Hesthúshól er Ytri-Melhóll og upp frá honum liggur fornlegur garður upp í
gamla túngarðinn. Annar garður lá frá túngarðinum niður í Hesthúshólinn og
hefur hann haldið áfram í hólrótunum niður að enda Hesthúsbrekku. Svæði
það, sem þannig afmarkast, hefur svo lokast með um 35 m löngum þvergarði
að neðan og sér enn aðeins móta fyrir honum, þótt búið sé að slétta. Frá hon-
um og upp undir túngarðinn eru röskir 50 nt, og er hið afmarkaða og óreglu-
iega ferkantaða svæði þvi um hálf dagslátta. Það heitir Uslatóft og var greið-
fært fleytingsþýfi áður. Svæðið hefur verið króað af yst og efst í túninu og ef
til vill ekki talist til þess fyrrum. Halldór Hallgrímsson bóndi á Melum sagði
mér, er ég skoðaði staðhætti 26. sept. 1975, að sumir, einkum afbæjarfólk,
hefðu stundum kallað þetta Uslarétt, en ekki getur þess í örnefnaskrá sem
Hallur Jóhannesson skráði fyrir Margeir Jónsson eftir Hallgrimi föður Hall-
dórs árið 1938. Hallgrímur segir þar að þess hafi verið getið til að Uslatóft sé
afbökun úr Ruslatóft og sýnir það aðeins hvernig merkingin er í
gleymsku fallin, en einnig segir Hallgrímur að þetta sé „augsýnilega gamall
nátthagi.”
5. Uslarétt í Klaufabrekknakoti. í örnefnaskrá Margeirs Jónssonar frá um
1937 segir á þessa leið um Klaufabrekknakot eftir Sigtryggi Jónssyni, lengi
bónda á Klaufabrekkum: ,,Uslarétt er hvilft utan og neðan við túnið, í svo-
nefndum Holtum, og upp af þeim eru Háholt. ”
Hér er rétt frá skýrt. Ég skoðaði staðhætti 26. sept. 1975 undir leiðsögn
Lilju Hallgrímsdóttur húsfreyju í Klaufabrekknakoti, sem þarna er þaulkunn-
ug. Það kom í ljós að réttirnar voru reyndar tvær, Efri-Uslarétt — og það er
hún sem átt er við í örnefnaskránni -- og Neðri-Uslarétt. Réttirnar eru í þýfð-
um brekkum norðan við túnið, sú efri svo sem 150-200 m út og niður frágamla
bænum. Þetta er hvilft eða laut, flöt í botninn og nokkurn veginn kringlótt,
20-25 m í þvermál, og má sjá stalla í kring, sumstaðar allgreinilega, og virðast
þeir vera lagaðir af manna höndum. Of lágir eru þeir nú til að gera hvilftina
griphelda, enda er þetta allt máð á löngum tíma. í þessari Uslarétt gerðu
unglingar sundpoll fyrir nokkrum áratugum.
Dálitlu neðar er svo Neðri-Uslarétt, nokkru víðáttumeiri og óreglulega lög-
uð dæld sem vatn sest oft í. Svo virðist sem á alllöngum kafla megi greina
fornlegt garðlag að dældinni og auðséð er að þarna má gera aðhald með
tiltölulega auðveldum hætti.
Engar sagnir eru um þessar menjar og örnefnið. En ef giska ætti á til hvers