Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 125
EXCAVATIONS AT STÓRABORG, A PALAEOECOLOGICAL APPROACH
129
plöntum og má því litlu bæta við plö'ntulistann út frá þeim. í sorphaugssýninu
fannst mikið af fræjum sóleyja, fífla og lokasjóðs auk bjöllunnar Typhaea
stercorea, sem lifir helst í rotnandi heyi. Bendir það til þess, að heyi hafi verið
hent hér en síður til gólfúrgangs. í gólfsýninu er m.a. mikið af fræjum af jurt-
um sefættarinnar; e.t.v. var þeim dreift á gólfið til hlífðar. Fiskbein, önnur
ættarinnar; e.t.v. var þeim dreift á gólfið til hlífðar. Fiskbein, önnur
beinabrot, tréflísar og fleira bendir til íbúðarhúss frekar en útihúss. Erfiðara
er að draga ályktanir af skordýraleifunum, en mikið af leifum skordýra sem
lifa í rotnandi jurtum, og flugnapúpum, bendir til fremur sóðalegra
aðstæðna, algengs fyrirbæris í Evrópu á þessum tíma.
Margar þeirra bjallna sem lifa á íslandi finnast aðeins í tengslum við menn.
Þannig getur taðdýfill, sem breiðist ört út eftir komu húsdýra, allt eins bent til
landnáms eins og landnámsgjóskan. Á santa hátt benda margar jurtanna til
mannavistar, eins og brenninetla, blóðarfi, haugarfi og lokasjóður, en
hvenær þær bárust til landsins er enn óvíst. Að Holti undir Eyjafjöllum fund-
ust í jarðlögum frá landnámstíð fræ einnar þessara jurta, S. media, ásamt
bjöllum tengdum mannavist.
Flóra og fána Stóruborgar úr fyrrnefndum sýnum benda ekki til þess, að
loftslag hafi verið frábrugðið því sem nú er. Rannsóknir í Bretlandi hafa þó
sýnt, að sér í lagi bjöllur gefa góða vísbendingu um loftslagsbreytingar. Bjall-
an Hydraena britteni, sem ekki er lengur skráð á íslandi, en fannst í jarðlög-
um þar til síðast á 15. öld að Ketilsstöðum í Dyrhólahreppi, gæti verið merki
um versnandi Ioftslag á síð-miðöldum. Þegar nægar rannsóknir hafa verið
gerðar, ætti að vera mögulegt að draga upp línurit flóru og fánu svipaða
mannfjöldalínuritum sem gerð hafa verið.
Guðrún Sveinbjarnardóttir
9