Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 126
ÞOR MAGNUSSON
SKYRSLA UM ÞJÖÐMINJASAFNIÐ 1979
Starfslið
Þær breytingar urðu á föstu starfsliði safnsins á árinu, að Halldóra Ásgeirs-
dóttir skrifstofustúlka iét af störfum 1. september, þar sem hún fór til náms
erlendis. Við starfi hennar tók Jóna Ósk Guðjónsdóttir frá 17. september, en
starfslið safnsins var í árslok sem hér segir:
Þór Magnússon, þjóðminjavörður,
Halldór J. Jónsson, fyrsti safnvörður,
Árni Björnsson, safnvörður,
Elsa E. Guðjónsson, safnvörður,
Guðmundur Ólafsson, safnvörður,
Þorkell Grímsson, safnvörður,
Pétur G. Jónsson, viðgerðarmaður,
Jóna Ósk Guðjónsdóttir, skrifstofustúlka.
Lúðvík Kristjánsson, sem verið hefur á launaskrá safnsins um allmörg ár
vegna rannsóknarstarfa sinna og samningar rits um íslenska sjávarhætti,
sagði ráðningarsamningi sínum upp frá 1. mai, þar eð hann hafði náð eftir-
launaaldri. Var þá svo komið að fyrsta bindi rits hans var í sjónmáli og ráð-
gert að það kæmi út á árinu 1980. Skyldi það einkum fjalla um fjörunytjar.
Hefur áður verið getið í skýrslu safnsins hvílikt stórvirki heimildaöflunin og
samning ritsins er, en rit af þessu tagi mun ekkert til í nálægum löndum og er
því um nýlundu á þessu sviði að ræða. Til stóð að ráða safnvörð í stað Lúð-
víks, en er til kom fékkst það ekki þar eð ráðning Lúðvíks var persónuleg og
varð að bíða heimildar fjárlaga næsta árs um ráðningu nýs starfsmanns.
Guðmundur Ólafsson var skipaður safnvörður frá 1. janúar.
Gisli Gestsson fv. safnvörður vann talsvert að úrvinnslu rannsóknar sinnar í
Kúabót, svo og að öðrum störfum í safninu. Að auki vann Lilja Árnadóttir
við skráningu og fornleifarannsóknir og að ýmsum safnstörfum öðrum allt
árið.
Margrét Gísladóttir vann eins og áður að viðgerðum textíla í safninu allt ár-
ið á kostnað Þjóðhátíðarsjóðs, þess hluta sem safnið fær sem fast framlag.
Árni Björnsson fékk rannsóknarleyfi frá 19. nóv. skv. heimild í kjarasamn-
ingi til frekari rannsókna á hátíðisdögum ársins.