Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Alls bárust frásagnir 148 manna, 75 karla og 73 kvenna, stuttar og langar,
eða allt frá 2-3 bls. upp í 4-500 síður. Oftast var lengdin þó á bilinu 30-40
síður, enda mun heildarmagnið vera nálægt fimmþúsund vélrituðum meðal-
síðum eða sem svarar u.þ.b. tuttugu meðalstórum bókum.
Þótt ekki sé unnt að rígbinda sérhvern mann við eina ákveðna sýslu, var
greinilega talsverður munur á því, hversu mikið barst frá einstökum uppruna-
héröðum. Langmest var frá þrem samfelldum svæðum á landinu, þ.e. Vest-
fjarðakjálkanum með Breiðafirði eða 37%, Suður-Þingeyjarsýslu 10% og Ár-
nessýslu 10%. Áberandi minnst kom hinsvegar úr Húnavatnssýslum, Eyja-
firði, Norður-Þingeyjarsýslu, Suður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu.
Fulltrúar stofnananna þriggja, sem að þessari framkvæmd stóðu, voru
Ólafur Hansson frá Sagnfræðistofnun Háskólans, Einar G. Pétursson frá
Árnastofnun og Árni Björnsson frá Þjóðminjasafninu.
Við mat á frásögnunum voru þeir sammála um, að eitthvað væri bitastætt í
öllum þeirra og að mjög mörgum mikill fengur. Afar erfitt var að gera upp á
milli u.þ.b. þrjátíu þeirra bestu, þegar veita skyldi sérstaka viðurkenningu.
Það varð þó að lokum niðurstaðan, að þrjár mundu teljast sameina best það
tvennt að vera mjög fróðlegar um hætti liðinnar tíðar og jafnframt ágæta vel
skrifaðar.
Þetta voru frásagnir þeirra Emilíu Biering frá Barðaströnd, Guðmundar
Guðmundssonar úr Ófeigsfirði og Péturs Guðmundssonar frá Rifi og Hellis-
sandi, en hann andaðist reyndar daginn eftir að hann sendi frá sér minning-
arnar.
Höfundar annarra frásagna, sem sérstök ástæða þykir til að nefna eru:
Sigurður Thoroddsen, Reykjavík, Valbjörg Kristmundsdóttir, Grundarfirði
og Saurbæ, Hallgrímur Jónsson, Laxárdal, Geir Sigurðsson, Hvammssveit og
Arnkell Ingimundarson, Saurbæ, Dalasýslu, Theodór Daníelsson, Breiða-
fjarðareyjum, Torfi Össurarson, Rauðasandshreppi, Jóhann Lúther Einars-
son, Tálknafirði, Sigríður Jóna Þorbergsdóttir, Hornströndum, Sveinsína
Ágústsdóttir, Strandasýslu, Guðný í. Björnsdóttir, Vestur-Húnavatnssýslu,
Guðmundur Jónatansson, Eyjafirði, Sigurjón Valdimarsson, Svalbarðs-
strönd, Sölvi St. Jónsson, Bárðardal, Guðrún E. Jónsdóttir, Mývatnssveit og
Aðalsteinn Jónsson, Reykjadal, S.Þing., Inga Wiium, Vopnafirði, Einar
Sigurfinnsson, Meðallandi, Þórður Elías Sigfússon, Fljótshlíð, Ingveldur
Jónsdóttir, Stokkseyri og Jóna Guðlaugsdóttir, Suðurlandsundirlendi.
Ákveðið hefur verið, að kaflar úr nokkrum bestu frásögnunum verði lesnir
í útvarp seinni hluta vetrar, ef höfundar veita leyfi til. Þá verða íhugað
möguleikar á að gefa nokkrar frásagnanna út eða úrval þeirra.””