Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 131
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1979
135
Ljósið kemur langt og mjótt, 13. jan.-4. febr.
Snorri Sturluson, 22. júní-31. ágúst.
Myntsýning Myntsafnarafélagsins, 8.-23. sept.
Gullsmíðasýning Gullsmiðafélags Islands, 27. okt.-4. nóv.
Þá var settur upp sýningarauki við safn Jóns Sigurðssonar í svonefndri
Konungastofu og þar sýndir ýmsir smáhlutir úr eigu þeirra hjóna Jóns og
Ingibjargar, sem áður hafa ekki verið til sýnis, svo og myndir og gögn sem
tengjast útför þeirra hjóna. Sýningin var opnuð á 100. ártíð Jóns, 7. desem-
ber.
Safnauki
Á árinu voru færðar 94 færslur í aðfangabók safnsins, margvíslegir hlutir,
stórir og smáir, en að fjölda til kveður mest að myndum eins og venjulega.
Helstu gripir sem safnið eignaðist á árinu eru þessir:
Selabytta, um 100 ára gömul, send af Þorgils Sigurðssyni, Dalvík; smábát-
ur, smíðaður af Albert Jónssyni í Gróttu á árunum 1910-1912, afh. af Páli
Guðmundssyni; Skrifpúlt séra Jóns Benediktssonar á Sauðanesi og víðar, gef.
Sigurður Jónsson; silfurskeið eftir Sigurð Þorsteinsson, gef. Hilmar Norð-
fjörð; sUfurtarína, súpuskeið og tvær matskeiðar úr eigu sr. Eggerts Jónsson-
ar á Ballará, (keypt); gullúr dr. Björns M. Olsens og síðar Sigfúsar Blöndals
bókavarðar, gef. Björn J. Blöndal; samfella, tvœr treyjur og koffur úr eigu
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, gef. Kolfinna Magnúsdóttir; heimildasafn Holgers
Kjær um kvöldvökuna, afh. af Brittu Gíslason; f/otvarpa, hin fyrsta sem
reynd var hérlendis, afhent af Agli Ólafssyni; ellefu Collingwood-myndir frá
íslandi, hluti af gjöf Mark Watsons frá 1964, afh. úr dánarbúi hans; teikning
Sigurðar málara af Guðrúnu Þórðardóttur Blöndal í Hvammi, afh. af Lárusi
H. Blöndal; beykisáhöld Jóns Magnússonar skálds, gef. Svavar Jónsson og
systkini hans; samfellubúningur Ingibjargar Einarsdóttur konu Jóns Sigurðs-
sonar, gef. Guðrún Jónsdóttir.
Aðrir gefendur safngripa eru þessir: Þórður Tómasson, Skógum; Stúdíó
Guðmundar, R.; Þröstur Magnússon, R.; Einar Laxness, R.; Sigfinnur Þor-
leifsson, Norðf.; Margrét Þorsteinsdóttir, R.; Helgi Þórisson, R.; Grétar
Eiríksson, R.; Meyvant Sigurðsson, R.; Pétur G. Jónsson, Kópav.; Sigurjón
Ólafsson, R.; Póst- og símamálastjórnin, R.; Elsa E. Guðjónsson, R.; Einar
Þorgrímsson, Hafnarf.; Sigríður Haraldsdóttir, R.; Guðríður Ólafsdóttir, R.;
Guðrún Guðjónsdóttir, R.; Listasafn íslands, R.; dr. Sveinbjörn Rafnsson,
R.; Sigurður Steinþórsson, R.; Landsbókasafn íslands, R.; Aðalsteinn Dav-
íðsson, Kópav.; Anna Snorradóttir, R.; Aðalheiður Elínusdóttir, R.; Frjáls-
íþróttasamband íslands, R.; Stefán Karlsson, R.; Nicolai og Þorsteinn Th.
Bjarnasynir, R.; Poul Lier, Kaupmannah.; Vilhjálmur Josephson, Kanada;