Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 137
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1979
141
son, Bragi Sigurjónsson, Gils Guðmundsson og Sverrir Hermannsson, svo og
Runólfur Þórarinsson stjórnarráðsfulltrúi. Var þjóðminjavörður skipaður til
að starfa með nefndinni.
Skýrt var frá því, að Framkvæmdastofnun ríkisins hygðist verja 1% vaxta-
tekna sinna til styrktar varðveislu sjóminja. Til sjóminjasafnsins var keyptur
gamall bátur, Norðurljós frá Bolungarvík, smíðaður af Sigmundi Falssyni
1939, dæmigerður súðbyrðingur með þilfari eins og þeir gerðust þar vestra á
þeim árum.
Húsafriðunarnefnd
Húsafriðunarnefnd var endurskipuð á árinu og voru skipaðir í hana auk
þjóðminjavarðar, sem er formaður skv. lögum, Ingvar Gíslason alþingismað-
ur, Hörður Ágústsson listmálari, Páll Lýðsson hreppstjóri og Þorsteinn
Gunnarsson arkitekt.
Nefndin hélt 11 fundi á árinu auk þess sem þrír nefndarmenn fóru til Akur-
eyrar 23. ágúst vegna skipulags miðbæjarins þar og skoðuðu einnig ýmsar
byggingar í nágrannasveitum.
Húsavíkurkirkja var friðlýst í A-flokki, svo og Langabúð á Djúpavogi og
Sauðlauksdalskirkja í Barðastrandarsýslu.
Að auki fjallaði nefndin uni viðgerðir ýmissa húsa, en auk þeirra tveggja
nefndarmanna, sem hafa haft með höndum byggingareftirlit, hefur Hjörleif-
ur Stefánsson annast umsjón með viðgerðum nokkurra húsa á vegum nefnd-
arinnar eins og áður.
Húsafriðunarsjóður nam kr. 24.183.677,- á árinu og var kr. 21.5 millj.
veittar til beinna styrkja eða til að greiða sérfræðiaðstoð, en afgangurinn var
greiddur til ýmissar sérfræðivinnu á vegum nefndarinnar.
Styrkir úr Húsafriðunarsjóði voru þessir:
Gamla bókhlaðan í Flatey, kr. 500 þús.; Kálfatjarnarkirkja kr. 500 þús.;
Mosfellskirkja í Grímsnesi, kr. 500 þús.; Vallakirkja í Svarfaðardal, kr. 500
þús.; Gamlabúð á Höfn, kr. 1 millj.; Norska sjómannaheimilið, Siglufirði,
kr. 1 millj.; Þingeyrakirkja, kr. 1 millj.; Bjarnarhafnarkirkja, kr. 1. millj.;
Benediktsenshús í Flatey, kr. 1.5 millj.; Gunnlaugshús í Flatey, kr. 1.5 millj.;
Vorsalir í Flatey, kr. 1.5 millj.; Þingholtsstræti 13, Reykjavík, kr. 1.5 millj.;
Saurbæjarkirkja á Rauðasandi, (gamla Reykhólakirkja), kr. 2 millj.; Norska
húsið í Stykkishólmi, kr. 2.5 millj.; Húsið á Eyrarbakka, kr. 2.5 millj.;
Gamlabúð á Eskifirði, kr. 2.5 millj.
Þjóðhátíðarsjóður
Þjóðminjasafnið fékk á árinu kr. 21 milljón í hlut sinn af úthlutunarfé
Þjóðhátíðarsjóðs, sem er fjórðungur úthlutunarfjárins. Þessu fé var varið til
eftirtalinna verkefna: