Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 138
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Til viðgerðar textíla safnsins, kr. 5.902 þús.; til fornleifarannsókna að
Stóruborg undir Eyjafjöllum, kr. 6.682 þús.; til endursmíði Kornhúss frá
Vopnafirði, kr. 989 þús.; til viðgerðar Grundarkirkju í Eyjafirði, kr. 3.055
þús.; til viðgerðar bæjarins að Galtastöðum fram í Hróárstungu, kr. 3.331
þús. til þjóháttarannsókna, einkum skráningar þjóðháttaefnis, kr. 380 þús.;
til endurbóta Viðeyjarstofu, kr. 1.465 þús.
Sjóðstjórn úthlutaði sjálf helmingi úthlutunarfjárins, en fjórðungur rennur
einnig til náttúruverndar, og skal hér getið þeirra verkefna, sem styrk hlutu
frá sjóðstjórn og eru á sviði fornleifavörslu eða menningarminjaverndar:
Kvikmynd um búskaparhætti í Þingeyjarsýslu, kr. 2 millj.; Sjóminjasafn á
Eyrarbakka, til byggingar safnhússins, kr. 2 millj.; viðgerð Laxdalshúss á
Akureyri, kr. 3 millj.; til lagfæringar á gamla bæjarstæðinu í Skálholti, kr.
1.5 millj.; til söfnunar sjóminja á Austurlandi, kr. 500 þús.; til flutnings og
endurbyggingar hússins frá Holti á Síðu, kr. 2.8 millj.; til endurbyggingar ís-
firðingabraggans á Siglufirði, kr. 1.5 millj.; til endurbyggingar Gunnlaugs-
húss í Flatey, kr. 1 millj.; til viðgerðar Faktorshúss í Neðstakaupstað á
ísafirði, kr. 2 millj.; til skráningar þjóðminja og uppmælingar húsa á
Austurlandi, kr. 1 millj.; til viðgerðar Gömlubúðar á Höfn, kr. 1 millj.; til
viðgerðar kútters Sigurfara, kr. 2 millj.; til styrktar fornleifarannsóknum í
Jórvík á Englandi, kr. 700 þús.; til viðgerðar Löngubúðar á Djúpavogi, kr. 1
millj.; til fornleifarannsókna í Herjólfsdal, kr. 2.6 millj.; til endurbyggingar
gamla kaupfélagshússins á Flateyri, kr. 1.5 millj.
Af framanrituðu má sjá, að sjóður þessi kemur sannarlega í góðar þarfir
þótt menn uggi, að heldur kunni að draga úr fjárveitingum ríkissjóðs, þegar
vitað er af sjóði þessum annars vegar, þótt rækilega hafi verið tekið fram í
upphafi, að hann skyldi ekki verða til þess að skerða frantlög ríkissjóðs til
minjaverndar.