Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 9
norðurljósið
9
þrisvar í viku. Áður en ég vissi af því, var það orðið á hverju
kvöldi. Ég var beðinn að ganga í bræðralagið, og jafnvel var
nefnt, að ég yrði forstjóri þess.
Allt þetta félagsstarf hafði áhrif á einkunnir mínar. Fann ég,
að hætt var við, að ég félli í sumum námsgreinum. Vikurnar
liðu hjá, og ástand mitt versnaði. Því meira, sem ég drakk, því
lægri urðu einkunnir mínar. Var ég kominn í fallhættu. Við
höfðum búið í dráttarvagni. En við urðum að flytja úr honum,
og vika mundi líða, uns við fengjum annan. Ákváðum við að
flytja í „Farfuglaheimili“, sem var þarna í nánd.
Miðvikudagskvöldið áður en ég yrði formlega tekinn í
bræðralagið, fór ég út með piltum. flrukknari varð ég en hinn
fyrirlitlegasti náungi. Einhvern veginn tókst mér að aka heim.
Er ég vaknaði næsta morgun, var ég með alveg hræðilega
timburmenn; og þá þekkingu, að ég ætti að taka mikilvægt efna-
fræðipróf kl. 11. Ekkert hafði ég lesið undir prófið. Félli ég á
því, mundi ég komast í klípu.
Er ég sat og velti fyrir mér, hvað ég ætti að gera, komu orð
vinar míns, Steve, mér í hug. Hann hafði sagt við mig, að Guð
mundi aldrei yfirgefa mig, og „ávallt mundi hann hjálpa þér á
neyðartíma, ef þú bæðir hann þess“. Ég var fullur örvæntingar,
svo að ég féll áknéogsagði: Drottinn Jesús, ef þú í raunog veru
ert þarna úti, hjálpaðu mér til að standast þetta efnafræðipróf.
Eg get það ekki af eiginn rammleik.
Ég reis á fætur og hélt í skólann. Ég veit ekki, hvort ég vænti
þess í raun og veru, að Guð mundi hjálpa mér.
Rétt áður en prófið skyldi byrja, mælti fræðarinn: Þetta
verður létt próf, en áður en við byrjum, eru nokkrar
spurningar?
Ég opnaði efnafræðina og leitaði einhvers, er ég gæti spurt
hann um. Fingur minn nam staðar við eitt orð Sameinda-
fræði. Ég sagði þá við fræðara minn: Gætir þú útskýrt fyrir
mér orðið: Sameindafræði?
Fræðarinn varð skrýtinn á svipinn. Síðan skýrði hann
hugtakið fyrir öllum bekknum. Er hann lauk því, sagði hann:
Svo er hr. Gullickson fyrir að þakka, að þið ættuð öll að fá A í
einkunn. Prófspurningin eina, sem ég hef búið mig út með er:
»Segið mér, hvað þið vitið um Sameindafræði“.