Norðurljósið - 01.01.1983, Page 10
10
NORÐURLJÓSIÐ
Ég fór aftur í Farfuglaheimilið og lagðist út af til að hugsa um
hlutina. Var Guð í raun og veru að reyna að segja mér eitthvað?
Ég ákvað, að hann væri að því. Þetta hafði ekki verið tilviljun
ein. Ég las ritin frá Steve. Þá opnaði ég hólf þar í borði. Þarna
var Gídeons bíblía. Ég las hana og las, vildi ekki leggja hana frá
mér. Síðan bað ég: Drottinn Jesús, ég veit, að þú ert þarna úti
og að þú ert raunverulegur. Drottinn, kom þú inn í ævi mína.
Hvorki hringdu klukkur né heyrðust þrumuhljóð. En ég
vissi, að Jesús hafði komið inn í ævi mína til að vera þar áfram.
Ylur nýr kom í hjarta mitt, varmi Jesú Krists.
Ég þakka Guði fyrir þessa Gideons biblíu. Hefði hún ekki
verið þarna, gæti verið, að ég væri ekki sannkristinn maður
núna. En hún var þarna. Þið hjálpuðuð til að bjarga ungum
manni, sem var að sökkva í synd. En með Orði Guðs settuð
þið hann á veg eilífs lífs.
Guð blessi ykkur. Don Gullickson
(Þýtt úr The Gideon - Gídeoninn, febrúar 1982.)
Hverja útvelur Guð?
„Hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið
og það, sem ekkert er, til að gera það að engu, sem er“. (1. Kor.
1. 28.)
Lengi hefur brytt á því og víða um veröld, að atvinna þyki
misjafnlega virðuleg. Fer þá stundum saman-virðingin og
atvinna stétta hvers þjóðfélags.
Þetta átti sér því stað í Gyðingalandi á þeim tímum, er
frelsari mannanna fæddist, og víst bæði áður og síðar.
Fjárhirðar voru fyrirlitna stéttin. Hún var fyrirlitin á
Egiftalandi, þegar Jakob kom þangað með sonu sína og
kvikfénað. Þess vegna fengu synir hans Gósenland, þvi að
Egiftar höfðu andstyggð á hjarðmönnum.
Er tímar liðu, varð einnig hið sama ofan á í landi Gyðinga.
Fjárhirðar voru fyrirlitnir, af því að þeir þóttu ekki nógu
ráðvandir. Þeir beittu ekki ævinlega hver sitt svæði, heldur
beittu fé sínu á svæði náungans, ef þeir sáu sér færi á því. Með