Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 22
22
NORÐURLJÓSIÐ
Aðgerð hvers þeirra var framkvæmd á þremur mínútum. Hún
kostaði þrjú sterlingspund.
Herra Jón fékk Indiru Ghandi tii að samþykkja, að í fyrir-
rúmi skyldu sitja aðgerðir á augum. A síðustu 10 árum hafa
850.000 íbúar þorpa fengið sjónina aftur, sem allir höfðu ský á
augum.
Jafnskjótt og eitt vandamál var leyst, kom annað í ljósmál.
Snemma á sjöunda áratugnum uppgötvaði herra Jón, að tala
blindra barna óx með ægilegum hraða. Einni kynslóð áður
hefðu öll þessi börn dáið vegna næringarskorts. Vandamáli
þessu varð að sinna strax.
Rannsókn leiddi í ljós, að A-fjörefnið vantaði. Úr því var
auðvelt að bæta. Fjörefnið var í sérhverju grænu blaði og
kostaði þess vegna sáralítið.
Árið 1979 kom Indira Ghandi að máli við herra Jón, er
hún tók vel þeirri ábending hans: að reynt yrði að bjarga sjón
60.000 barna, sem enn voru ekki komin á skólaskyldu aldur.
Yrði það gert nú á næstu fimm árum . . .
Herra Jón veit, að verði ekki þeim bendingum fylgt sem
gefnar eru um mataræði, mun blindu fólki fjölga svo mjög, að
annað eins hefur aldrei þekkst.
I heiminum eru 42 milljónir af blindu fólki. Langt er frá því,
að krossferð hans sé lokið. En honum er að þakka, að 10
milljónir manna hafa hlotið aðstoð til að verjast blindu. Ein
milljón manna hefur aftur fengið sjónina. Og enginn þekkir
tölu á því fólki, sem fyrirmynd hans hefur hjálpað til að verða
sjálfstætt.
Maðurinn, sem tólf ára gamall missti sjónina, gefur sig að því
með einbeitni að hj álpa öðrum. Vera má, að hann sj ái það aldrei
með líkamans augum, en framsýni hans og vitund um ástæður
heimsins eru vandlega samstilltar til að hjálpa öðrum.
Christopher Frien. Birt í Family (Fjölskylda), London.
Þýtt.
Hann sat þar einn, var athvarfslaus og blindur,
hann átti að vinum: myrkur, angur, neyð
og jökulkulda jarðnesks auðnuleysis,
en Jesús kom og myrkrið hvarf um leið.
(Dr. Osvald Smith. S.G.J. þýddi.)