Norðurljósið - 01.01.1983, Side 50
50
NORÐURLJÓSIg
Is frá himni
Dina Leh lá og kvaldist af hitasótt. Hún bylti sér í bæli sínu í
einu horninu af smákofa, sem hún kallaði heimili sitt.
Kæfandi hiti var. Enginn súgur hrærði trén úti fyrir né sendi
svala yfir ból konunnar. Flugumar, sem smitið bám, suðuðu allt
um kring, meðan þær unnu sitt eyðileggjandi starf. Þetta var í
ágústmánuði, og sólúrið á musteristorginu sýndi, að komið var
langt fram yfir miðjan dag. Þó titraði allt af hita.
Kristniboðs-læknirinn kom á heimsóknaferð sinni inn í
dyrnar hjá þessari konu. Það birti yfir svip hennar, þegar hún
sá hann, og hún rétti honum, horaða, gula hönd, er hann beygði
sig niður yfir bæli hennar og flutti þar eina alvarlega bæn til
Læknisins mikla. Meðan hann var að auðsýna henni hjálp, tók
kristniboðinn eftir því, að hún starði alltaf á hann, og svo sagði
hún:
Læknir, vill Guð, að börnin hans fái það, sem þau þarfnast?
O-já, hann er elskandi Faðir, sem vill ekki láta þau skorta
nokkur gæði, sem þau eru í þörf fyrir, þegar þau biðja í trú-
Spenna kom í svip hennar, og hún greip í lækninn.
Læknir, hefði ekki verið gott fyrir mig að fá ís?
Þessi góði læknir sagði síðar, að spurning þessi skall á hann,
næstum eins og högg.
Jú, blessaðar verið þér, hann hefði verið góður. En þér vitið,
að nú er hásumar og fleiri hundruð mílur til næsta íshúss. Við
verðum að reyna að óska okkur ekki þess, sem er ómögulegt.
Þetta svar hefði kannski verið nógu gott handa þér og mér, en
ekki handa þessari fáfróðu, kínversku konu. Hún var mjög
aðþrengd, var gædd einfaldri trú. Hvað gerði hún með náttúru-
lögmálin?
Er ekki Guð almáttugur?
Lækninum fannst sér líða ofurlítið illa. Honum fannst sem
hann væri rekinn út á ótraustan jarðveg. En það var ekki nema
um eitt svar að ræða, svo að hann mælti föstum rómi, þótt
hjartað skylfi: Jú, ekkert er honum ofvaxið að gera.