Norðurljósið - 01.01.1983, Page 51
NORÐURl JÓSIÐ
51
Hann fann, hvernig hún tók fastar í hann. Sljóvguðu augun
eins og lifnuðu við, þegar hún sagði:
Flýtið yður, farið heim og safnið öllum kristniboðunum
saman og biðjið Guð, að hann sendi mér ís til að kæla
brennheita ennið mitt.
Kristniboðinn vissi, að augu heiðni hvíldu á honum, því að
vinafólk þessarar konu var þarna inni. Mundi Guð gera meira
en Buddha? Mundi hann fara að senda ís á heitum sumardegi
handa vesalli konu sem Dinu Leh?
Þessi vísinda-kristniboði fann, að honum var varpað upp á
fyrirheit Guðs. Það gjörði mikla trúin, sem kona þessi átti, sem
í gær hafði verið heiðingi. Trúði hann ábæn? Auðvitað, annars
hefði hann ekki getað verið kristniboði. En að biðja Skaparann
rnikla, sem heldur öllum alheiminum uppi, að senda ís niður
frá heiðum, björtum brennheitum ágúst-himni - til að gera
hitasjúkri konu til geðs - það fannst honum meira en nóg af svo
góðu. En samt - hann var umboðsmaður Guðs. Konuna gat
hann ekki svikið. Feginn hefði hann viljað gera hvað sem var, er
vit var í, til þess að henni liði betur.
Skyndilega kom honum í hug: Hve miklu fremur mundi
himneskur Faðir heyra þá bæn, sem borin var fram fyrir hann í
öruggu trausti barns hans! Hann ákvað að fara heim, kæfa
ttiður ,,vísindalega“ vitleysu sína og biðja um hið ómögulega.
Konan hans kom á móti honum, er hún sá, hve áhyggjufullur
hann var. Hann sagði frá því, sem komið hafði fyrir, og hve
hann kveið fyrir þeim hræðilegu afleiðingum, ef bænin yrði nú
ekki heyrð. Glöð í bragði svaraði konan honum og sagði: Hvað
eg hef þráð einhverja slíka, mikla trúarreynslu, og hér er hún
komin. Við verðum að sjálfsögðu ekki fyrir vonbrigðum. Nú
Sendi ég boð út.
Þessir vinir, félagar í óvinalandi, höfðu oftsinnis staðið
saman, er andlega reyndi á. Er þeir nú fengu boð um bæn,
h*ttu þeir störfum og flýttu sér til kristniboðans. Þeir ræddu
svo saman um vandamálið og fyrirheit Guðs. Síðan krupu allir
a kné og báðu um, að nafn Guðs skyldi verða vegsamlegt á
^eðal heiðingjanna, og að trúin hjá þessari þjáðu konu fengi sín
laun eins og á fornum dögum í Galíleu. Og það kom eins og
andleg hræring yfir þá, svo að þeir gleymdu bæði stund og stað,