Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 58
58
NORÐURLJÓSIÐ
í sérhverri synd er trækorn að annarri synd. Hún æxlast
sjálfkrafa. I sálu syndarans festir hún rætur, uns hún hefur
notað upp sérhverja ögn af góðum jarðvegi í sálinni.
Hún spillir eðli mannsins, rangsnýr smekk hans, veiklar vilja
hans og brennimerkir samvisku hans.
Og með sérhverri illri athöfn verður hneigðin til ills sterkari.
Hún er sjálfkrafa útbreiðslustarfsemi ....
Með sérhverri illri athöfn verður hneigðin til hins illa
sterkari og sterkari . . .
Syndin er loforðagóður vinnuveitandi, en skelfilegur fulltrúi
skuldarkrefjandans. (Þýtt úr „Sverði Drottins“. Dálítið stytt.)
Guðleysinginn og námsmaðurinn
Eftir dr. Bill Rice, höfundar
Á veiðiferðum í Afríku.
Guðleysinginn.
Fyrst er að geta þess, að sagan gerðist í fögrum skemmtigarði,
sem nefndur var Veggjatítlu torg. Margir héldu þar opinber-
lega ræður. Gerðu það menn, sem birta vildu opinberlega
sjónarmið sín á hlutunum.
Dr. Bill var þá skólapiltur í Moody-Biblíuskólanum.
Gaman hafði hann af því: að staldra þar stundarkom við og
heyra, hvað ræðumenn höfðu að segja.
Einu sinni var það maður, sem virtist vera óvenjulega góður
ræðumaður á þeim stað. Auðheyrt var, að hann hafði lesið
bækur eftir Bob Ingersoll. (Frægur fyrir guðleysi á sinni tíð.
S.G.J.) og hafði notfært sér margar afröksemdumhans. Skorti
þar ekki þrumuskotin þennan dag. Hann lýsti yfir, að enginn
Guð væri til, af því að sumir væru ríkir, en aðrir fátækir. Hann
hélt áfram að tala um heilsuleysi og sjúkdóma, að sumir væru
kúgaðir og aldurhnignir.
Er leið að lokum ræðu hans, mælti hann: Nú, frúr og herrar,
ég ætla að sanna það til fulls, að enginn Guð er til. Það tekur
mig ekki nema eina litla mínútu.